Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 15:02 Margir bandarískir íhaldsmenn voru froðufellandi af reiði þegar Bud light fékk trans konu til þess að auglýsa bjórinn á samfélagsmiðlum. AP/Jacquelyn Martin Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga. Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira