Erlent

Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm

Kjartan Kjartansson skrifar
Predikarinn nefndi þrjú þrop sem safnaðarmeðlimir bjuggu í Nasaret, Betlehem og Júdeu. Hann skírði fólk í tjörnum og sagði því að fasta ef það vildi komast í nánari kynni við Jesúm. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Predikarinn nefndi þrjú þrop sem safnaðarmeðlimir bjuggu í Nasaret, Betlehem og Júdeu. Hann skírði fólk í tjörnum og sagði því að fasta ef það vildi komast í nánari kynni við Jesúm. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík.

Líkin fundust í grunnri gröf í Shakahola-skóginum nærri strandbænum Malindi. Fimmtán safnaðarbörnum úr Good News International-kirkjunnar þar í síðustu viku. Paul Mackenzie Nthenge, leiðtogi safnaðarins, er í haldi lögreglu. Hann var handtekinn í þarsíðustu viku eftir lík fjögurra manna sem talið er að hafi soltið til bana fundust.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir keníska ríkisfjölmiðlunum KBC að 58 grafir hafi fundist til þessa. Í einni gröfinni er talið að fimm manna fjölskylda, þrjú börn og foreldrar þeirra, hvíli saman. Til stendur að rannsaka líkin og kanna hvort að fólkið hafi dáið úr sulti.

Mackenzie neitar sök og fullyrðir að hann hafi lokað kirkju sinni árið 2019. Honum var hafnað um lausn gegn tryggingu. Honum er lýst sem leiðtoga sértrúarsafnaðar í kenískum fjölmiðlum.

Kenískir fjölmiðlar segja að Mackenzie hafi skírt fylgjendur sína í tjörnum og svo sagt þeim að fasta til þess að ná samabandi við Jesúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×