Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 13:42 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eru ósammála um hversu góður samningurinn er í raun. Vísir/Samsett Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“ Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira