Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 13:15 Teikning af Jack Teixeira í umdæmisdómi Boston í síðustu viku. Hann er sakaður um að hafa misfarið með leyniskjöl. AP/Margaret Small Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48