Teflir Landsnet orkuöryggi á Suðurnesjum í tvísýnu? Stefán Georgsson skrifar 21. apríl 2023 11:01 Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun