Erlent

Grunsamlegur ljósblossi á himni yfir Kænugarði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ljósblossinn var afar skær.
Ljósblossinn var afar skær. Skjáskot

Grunsamlegur ljósblossi sem birtist á himni yfir Kænugarði höfuðborg Úkraínu í gærkvöldi, og Úkraínumenn grunaði að væri mögulega bandarískur gervihnöttur, var að öllum líkindum loftsteinn.

Blossinn var afar bjartur og loftvarnarflautur settar í gang þegar hann birtist. Hann vakti talsverða athygli meðal íbúa borgarinnar; breska ríkisútvarpið greinir frá því að samfélagsmiðlar hafi logað vegna fyrirbærisins - og vinsæl kenning, sett fram í gríni, hljóði upp á að geimverur beri ábyrgð á því. 

Ljósblossinn náðist á upptöku öryggismyndavéla í Kænugarði. Myndband af honum má sjá hér fyrir neðan.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom í dag í sína fyrstu heimsókn til Kænugarðs frá því innrás Rússa hófst. Heimsóknin er stuðningsyfirlýsing við Úkraínumenn, sem nú undirbúa gagnárásir. Stoltenberg sagði fyrr í dag að hann vildi fá Úkraínu inn í bandalagið.


Tengdar fréttir

Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa

Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum.

Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri

Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×