Prinsessan á sportröndinni í meðalhárri geðhæð Andrea Aldan Hauksdóttir skrifar 19. apríl 2023 22:00 Mér finnst jafn mikilvægt að deila erfiðum köflum úr lífinu og þeim góðu. Kannski hjálpar það einhverjum sem er ekki á góðum stað heldur, sem er bara mjög líklegt. En það er sjaldnast að það sé opinberað á samfélagsmiðlum, við sjáum öll bara ævintýrin og sigrana. En við þurfum bæði, og án erfiðleika myndum við líklegast staðna. En það er lengi hægt að gera vont verra ef maður hlustar ekki á líkamann, og keyrir sig áfram í ósanngjarnri ósérhlífni, eins og er lenskan. Ég er að setjast að í nýrri rútínu, að læra á nýjan veruleika. Ég er komin í veikindaleyfi og ótímabundið orlof vegna heilsubrests og kulnunar. Heimsóknum til læknis hefur fjölgað úr tæplega árlega í að minnsta kosti mánaðarlega. Hvert kerfið á fætur öðru að senda viðvörunarljós í mælaborðið, fylgifiskar eins að spretta upp og hafa áhrif á næsta, læknirinn réttir mér lyfseðla sem slá á einkennin en á meðan rótin fær að vaxa og dafna óáreitt og sjúga til sín alla mína orku, var ég að gera lítið annað en að pissa upp í vindinn. Fyrsta kvöldið eftir síðustu vaktina fyrir veikindaleyfið labbaði ég meyr heim. Ég hafði unnið undanfarin tvö ár í að aðstoða hreyfihamlaðar konur með daglegt líf og sjálfstæði. Starfið opnaði augun mín fyrir heim sem ég hafði lítið hugleitt áður, um réttindi, fordóma, aðgengi og raunveruleikann í daglegu lífi manneskja sem notast við hjólastól. Það kenndi mér þolinmæði, umburðarlyndi og kenndi mér að annast sjálfa mig sjálfkrafa, þar sem ég annaðist aðra náið og sá sjálfsumönnun í öðru ljósi. Ég var meyr því mér fannst ég hafa brugðist. Ég var meyr því ég sá fyrir mér gapandi geim sem ég væri að stíga inn í, uppgjöf fyrir sjálfri mér og þeim aðstæðum og ástandi sem ég var búin að koma mér í með himinháum kröfum og fyrirætlunum um það sem ég ætti að vera að gera, og ætti að geta gert. Þyngdarleysi og tómarúm. Ég hafði hræðst þennan stað, þennan stað sem sumir kalla að bara vera. Ég kunni það ekki. Taugakerfið mitt var útþanið og spennt eins og bogi á hermanni, stöðugt á varðbergi og leitandi að örvun, en á sama tíma alltaf örmagna. Ég vissi ekki hver ég væri ef ég væri ekki að vinna helst tvær vinnur, í námi, helst í of mörgum áföngum, að vinna manískt í listsköpun, að æfa fyrir maraþon, að safna fyrir næstu ferð til útlanda til að labba bæi endilanga að skoða mannlíf og menningu, að vera aktíf í vinahittingum, að fara á sýningar, að finna verkefni í íbúðinni til að endurbæta, skissa upp föt sem mig langar að sauma. Aldrei þögn, aldrei friður. Ég þurfti sjálfsofnæmissjúkdóm sem ég kalla thunderpants disease, sem er fín leið til að útskýra hver einkenni ulcerative colitis eru. Það vita fæstir hvaða gyðjugaldur og yndisauki sú veisla er, en það sem gerist er að líkaminn ræðst á ristilinn með þeim afleiðingum að hann bólgnar og myndar sár og blöðrur innan frá, með tilheyrandi þokkafullum útblæstri maga svo ég gæti hæglega logið að fólki á förnum vegi að ég sé gengin fjóra mánuði á leið. Það sem er raunverulega í gangi er að lokastöð og úrvinnsla næringar og orku í líkamanum er komin úr jafnvægi, og minn frussandi afturendi dregur mig niður á dolluna, og horfir í grátbólgin augun á mér meðan ég æli af sársauka á meðan ég finn fyrir 3cm kúlu af úrgangi smokra sér í gegnum ristilinn, með tilheyrandi blóðbaði og krampaköstum: "Andrea. Núna vinnur þú úr öllu þínu sem þú hefur sópað í kjallarann, niðurfallið er stíflað og það er gasmengun að yfirtaka allt. Hér er rúm, hér er vatnsflaska, hér eru þægilegar gönguleiðir í nágrenninu þínu, hér er allt sem þú mátt ekki borða og hér eru jurtir í bland við hefðbundin lyf. Þú getur unnið með mér í gegnum þetta núna, eða þú getur valið valkost b) og haldið áfram að fá lyf ofan á lyf ofan á lyf ofan á lyf, þar til þú endar sem borderline lyfjafíkill og öryrki." Frussið í mér, sér og heiðrar frussið í þér, kæri ristill minn góður. Þú mælir mikil vísdómsorð. Ljáist þér að láta af blóðugum bardögum í mínum innyflum, þá mun ég hafa þín orð að leiðarljósi, leiði það til að þú hættir að láta mig vera með bilaðan rass. Maður þarf yfirleitt að missa heilsuna til að kunna að meta hana. Bara eitt svæsið kvef getur umbreytt manni í kjökrandi sjálfsvorkunarpoll, sem liggur andvaka af hausverk og stífluðum ennisholum aftan í hnakka. Ég hringdi á sjúkrabíl fyrir viku því ég hélt ég væri að fá hjartaáfall. Ég vaknaði sokkin ofan í dýnuna í losti, skjálfandi kaldsveitt með púls á við kílómeter 35 í maraþoni, stönglaðist fram úr rúminu og reyndi að hlaupa á klósettið en ældi yfir allan ganginn. Ældi yfir allt baðið. Raunveruleikaskynið farið, heilaþoka skerti sjónina og blóðþrýstingsmælirinn öskraði korter í heilablóðfall. Ég fékk ekkert súrefni sama hvað ég andaði. Tíminn leið eins og í vatni. Sjúkraflutningsmennirnir setja mig í hjartalínurit og róa mig niður. Rótin var að ég fékk heiftarleft ofnæmiskast vegna histamínóþols og taugaáfall í kjölfarið. Að læra inn á histamín í matvælum er nýtt, og ómeðvitað stíft súkkulaðiát fyrir blæðingar nokkur kvöld í röð hellti histamínfötuna yfirfulla, svo allt sprakk. Þrátt fyrir afar áhugaverða og tignarlega inngöngu mína í þrítugsaldurinn, verð ég að segja eins og er, og ég segi það af fullum þunga og heilum hug: Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig og gæti mögulega gerst. Það sem að missa heilsuna og orkuna á köflum hefur kennt mér er ómetanlegt. Það hefur breytt sýn minni á lífið í heild, sjálfa mig, nánd og líkamleika; bæði sem farartæki, verkfæri og kynveru. Það hefur þvingað mig til að einfalda lífið mitt og passa upp á orkuna mína, hverjum ég hleypi að mér og hvað ég læt ofan í mig. Hvaða upplýsingar ég meðtek og hvenær. Hvaða slagi ég tek og hvað ég vel að sé ekki orkunnar virði. Hvað kyrrð og stöðugleiki er ómetanlegt ástand, sem taugakerfið meðtekur í skömmtun og temprar sig niður á við. Það er samt sem áður vor, sem þýðir að vormanían er er línudans sem ég fikra mig á milli í að reyna að átta mig á hvort að sé aukin orka vegna hækkandi sólar og skammdegisþunglyndið er horfið; hvort orkan og lífskrafturinn sé eðlileg eða líkleg til að sveiflast í yfirsnúning. Ég er nefnilega ekki bara með bilaðan rass, heldur er ég líka með afskaplega kröftugan heila sem stundum hægir á öllu kerfinu með tilheyrandi lægð, eða snýr sér upp í alltof mörg wött og skoppar út af borðinu. Þessi pistill minn er auðvitað mjög lúmsk einkamálaauglýsing sem skrifar sig sjálf: Kona með kerfisbundna bólgusjúkdóma og daglegar innsetningar endaþarmsstíla, með geðhvörf og ADHD opinberar sín leyndarmál á bakvið ómótstæðilegt útlit sitt í víðum fötum og drengjakoll eftir síðasta og þriðja skiptið af að krúnuraka sig. Þetta skiptið ekki sem viðbragð vegna tilfinningalegs álags, heldur fór hárið að detta af eftir að hafa verið aflitað, litað blátt, litað aftur ljóst, og aflitað þar til eftir stóð hálfblásin bifukolla. Steldu stílnum! Lifðu lífsstílnum! Lokaðu þig af heima hjá þér í hýði, borðaðu mjög takmarkaða fæðu, mjög mjúka fæðu, mjög milda, ekkert krydd. Í morgun labbaði ég heim frá heildrænum lækni, sem sagði mér að ég væri með náttúrulega spennu í kerfinu, og ef ég gerði aðeins eitt; þá væri það mikilvægasta af öllu að hugleiða. 'Þú átt mjög erfitt með að slappa af yfir höfuð, þetta er það sem þú þarft að læra.' Ég hitti Búlgarskan munk á leiðinni heim. Hann gaf mér bók um hugleiðslu. Ég flaut heim í samhljómi við eitthvað sem mætti túlka sem góðan dag, tilviljanir, oflæti eða ofskynjanir. Samt, fyrst og fremst er ég þakklát og bjartsýn. Þakklát fyrir heilbrigðiskerfi og stéttarfélag sem grípur mig þegar ég þarf að draga inn seglin og hlúa að mér, þakklát fyrir tækifæri til vaxtar. En fyrst og fremst er ég þakklát þeim sem opna dyrnar inn í sína erfiðleika, hafa húmor fyrir sjálfu sér og taka sig ekki of alvarlega. Höfundur er geðlitskrúðugt listakvár, myndlistaman og pistlahöfundur í púbu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Mér finnst jafn mikilvægt að deila erfiðum köflum úr lífinu og þeim góðu. Kannski hjálpar það einhverjum sem er ekki á góðum stað heldur, sem er bara mjög líklegt. En það er sjaldnast að það sé opinberað á samfélagsmiðlum, við sjáum öll bara ævintýrin og sigrana. En við þurfum bæði, og án erfiðleika myndum við líklegast staðna. En það er lengi hægt að gera vont verra ef maður hlustar ekki á líkamann, og keyrir sig áfram í ósanngjarnri ósérhlífni, eins og er lenskan. Ég er að setjast að í nýrri rútínu, að læra á nýjan veruleika. Ég er komin í veikindaleyfi og ótímabundið orlof vegna heilsubrests og kulnunar. Heimsóknum til læknis hefur fjölgað úr tæplega árlega í að minnsta kosti mánaðarlega. Hvert kerfið á fætur öðru að senda viðvörunarljós í mælaborðið, fylgifiskar eins að spretta upp og hafa áhrif á næsta, læknirinn réttir mér lyfseðla sem slá á einkennin en á meðan rótin fær að vaxa og dafna óáreitt og sjúga til sín alla mína orku, var ég að gera lítið annað en að pissa upp í vindinn. Fyrsta kvöldið eftir síðustu vaktina fyrir veikindaleyfið labbaði ég meyr heim. Ég hafði unnið undanfarin tvö ár í að aðstoða hreyfihamlaðar konur með daglegt líf og sjálfstæði. Starfið opnaði augun mín fyrir heim sem ég hafði lítið hugleitt áður, um réttindi, fordóma, aðgengi og raunveruleikann í daglegu lífi manneskja sem notast við hjólastól. Það kenndi mér þolinmæði, umburðarlyndi og kenndi mér að annast sjálfa mig sjálfkrafa, þar sem ég annaðist aðra náið og sá sjálfsumönnun í öðru ljósi. Ég var meyr því mér fannst ég hafa brugðist. Ég var meyr því ég sá fyrir mér gapandi geim sem ég væri að stíga inn í, uppgjöf fyrir sjálfri mér og þeim aðstæðum og ástandi sem ég var búin að koma mér í með himinháum kröfum og fyrirætlunum um það sem ég ætti að vera að gera, og ætti að geta gert. Þyngdarleysi og tómarúm. Ég hafði hræðst þennan stað, þennan stað sem sumir kalla að bara vera. Ég kunni það ekki. Taugakerfið mitt var útþanið og spennt eins og bogi á hermanni, stöðugt á varðbergi og leitandi að örvun, en á sama tíma alltaf örmagna. Ég vissi ekki hver ég væri ef ég væri ekki að vinna helst tvær vinnur, í námi, helst í of mörgum áföngum, að vinna manískt í listsköpun, að æfa fyrir maraþon, að safna fyrir næstu ferð til útlanda til að labba bæi endilanga að skoða mannlíf og menningu, að vera aktíf í vinahittingum, að fara á sýningar, að finna verkefni í íbúðinni til að endurbæta, skissa upp föt sem mig langar að sauma. Aldrei þögn, aldrei friður. Ég þurfti sjálfsofnæmissjúkdóm sem ég kalla thunderpants disease, sem er fín leið til að útskýra hver einkenni ulcerative colitis eru. Það vita fæstir hvaða gyðjugaldur og yndisauki sú veisla er, en það sem gerist er að líkaminn ræðst á ristilinn með þeim afleiðingum að hann bólgnar og myndar sár og blöðrur innan frá, með tilheyrandi þokkafullum útblæstri maga svo ég gæti hæglega logið að fólki á förnum vegi að ég sé gengin fjóra mánuði á leið. Það sem er raunverulega í gangi er að lokastöð og úrvinnsla næringar og orku í líkamanum er komin úr jafnvægi, og minn frussandi afturendi dregur mig niður á dolluna, og horfir í grátbólgin augun á mér meðan ég æli af sársauka á meðan ég finn fyrir 3cm kúlu af úrgangi smokra sér í gegnum ristilinn, með tilheyrandi blóðbaði og krampaköstum: "Andrea. Núna vinnur þú úr öllu þínu sem þú hefur sópað í kjallarann, niðurfallið er stíflað og það er gasmengun að yfirtaka allt. Hér er rúm, hér er vatnsflaska, hér eru þægilegar gönguleiðir í nágrenninu þínu, hér er allt sem þú mátt ekki borða og hér eru jurtir í bland við hefðbundin lyf. Þú getur unnið með mér í gegnum þetta núna, eða þú getur valið valkost b) og haldið áfram að fá lyf ofan á lyf ofan á lyf ofan á lyf, þar til þú endar sem borderline lyfjafíkill og öryrki." Frussið í mér, sér og heiðrar frussið í þér, kæri ristill minn góður. Þú mælir mikil vísdómsorð. Ljáist þér að láta af blóðugum bardögum í mínum innyflum, þá mun ég hafa þín orð að leiðarljósi, leiði það til að þú hættir að láta mig vera með bilaðan rass. Maður þarf yfirleitt að missa heilsuna til að kunna að meta hana. Bara eitt svæsið kvef getur umbreytt manni í kjökrandi sjálfsvorkunarpoll, sem liggur andvaka af hausverk og stífluðum ennisholum aftan í hnakka. Ég hringdi á sjúkrabíl fyrir viku því ég hélt ég væri að fá hjartaáfall. Ég vaknaði sokkin ofan í dýnuna í losti, skjálfandi kaldsveitt með púls á við kílómeter 35 í maraþoni, stönglaðist fram úr rúminu og reyndi að hlaupa á klósettið en ældi yfir allan ganginn. Ældi yfir allt baðið. Raunveruleikaskynið farið, heilaþoka skerti sjónina og blóðþrýstingsmælirinn öskraði korter í heilablóðfall. Ég fékk ekkert súrefni sama hvað ég andaði. Tíminn leið eins og í vatni. Sjúkraflutningsmennirnir setja mig í hjartalínurit og róa mig niður. Rótin var að ég fékk heiftarleft ofnæmiskast vegna histamínóþols og taugaáfall í kjölfarið. Að læra inn á histamín í matvælum er nýtt, og ómeðvitað stíft súkkulaðiát fyrir blæðingar nokkur kvöld í röð hellti histamínfötuna yfirfulla, svo allt sprakk. Þrátt fyrir afar áhugaverða og tignarlega inngöngu mína í þrítugsaldurinn, verð ég að segja eins og er, og ég segi það af fullum þunga og heilum hug: Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig og gæti mögulega gerst. Það sem að missa heilsuna og orkuna á köflum hefur kennt mér er ómetanlegt. Það hefur breytt sýn minni á lífið í heild, sjálfa mig, nánd og líkamleika; bæði sem farartæki, verkfæri og kynveru. Það hefur þvingað mig til að einfalda lífið mitt og passa upp á orkuna mína, hverjum ég hleypi að mér og hvað ég læt ofan í mig. Hvaða upplýsingar ég meðtek og hvenær. Hvaða slagi ég tek og hvað ég vel að sé ekki orkunnar virði. Hvað kyrrð og stöðugleiki er ómetanlegt ástand, sem taugakerfið meðtekur í skömmtun og temprar sig niður á við. Það er samt sem áður vor, sem þýðir að vormanían er er línudans sem ég fikra mig á milli í að reyna að átta mig á hvort að sé aukin orka vegna hækkandi sólar og skammdegisþunglyndið er horfið; hvort orkan og lífskrafturinn sé eðlileg eða líkleg til að sveiflast í yfirsnúning. Ég er nefnilega ekki bara með bilaðan rass, heldur er ég líka með afskaplega kröftugan heila sem stundum hægir á öllu kerfinu með tilheyrandi lægð, eða snýr sér upp í alltof mörg wött og skoppar út af borðinu. Þessi pistill minn er auðvitað mjög lúmsk einkamálaauglýsing sem skrifar sig sjálf: Kona með kerfisbundna bólgusjúkdóma og daglegar innsetningar endaþarmsstíla, með geðhvörf og ADHD opinberar sín leyndarmál á bakvið ómótstæðilegt útlit sitt í víðum fötum og drengjakoll eftir síðasta og þriðja skiptið af að krúnuraka sig. Þetta skiptið ekki sem viðbragð vegna tilfinningalegs álags, heldur fór hárið að detta af eftir að hafa verið aflitað, litað blátt, litað aftur ljóst, og aflitað þar til eftir stóð hálfblásin bifukolla. Steldu stílnum! Lifðu lífsstílnum! Lokaðu þig af heima hjá þér í hýði, borðaðu mjög takmarkaða fæðu, mjög mjúka fæðu, mjög milda, ekkert krydd. Í morgun labbaði ég heim frá heildrænum lækni, sem sagði mér að ég væri með náttúrulega spennu í kerfinu, og ef ég gerði aðeins eitt; þá væri það mikilvægasta af öllu að hugleiða. 'Þú átt mjög erfitt með að slappa af yfir höfuð, þetta er það sem þú þarft að læra.' Ég hitti Búlgarskan munk á leiðinni heim. Hann gaf mér bók um hugleiðslu. Ég flaut heim í samhljómi við eitthvað sem mætti túlka sem góðan dag, tilviljanir, oflæti eða ofskynjanir. Samt, fyrst og fremst er ég þakklát og bjartsýn. Þakklát fyrir heilbrigðiskerfi og stéttarfélag sem grípur mig þegar ég þarf að draga inn seglin og hlúa að mér, þakklát fyrir tækifæri til vaxtar. En fyrst og fremst er ég þakklát þeim sem opna dyrnar inn í sína erfiðleika, hafa húmor fyrir sjálfu sér og taka sig ekki of alvarlega. Höfundur er geðlitskrúðugt listakvár, myndlistaman og pistlahöfundur í púbu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar