Sport

Fyrr­verandi stjarna NFL-deildarinnar látin aðeins 31 árs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chris Smith er látinn.
Chris Smith er látinn. NFL

Chris Smith, fyrrverandi stjarna í NFL-deildinni, er látinn. Ekki er vitað hvað olli dauða hans. Hann var aðeins 31 árs að aldri og skilur eftir sig þrjú börn, þar af eitt sem missti móður sína í bílslysi árið 2019.

Smith spilaði stöðu varnarmanns [e. defensive lineman] þau átta ár sem hann var í NFL. Hann var valinn af Jacksonville Jaguars í nýliðavalinu 2014. Árið 2017 fór hann til Cincinnati Bengals en ári síðar var hann mættir til Cleveland Browns og var þar í tvö ár. 

Smith lenti í miklu áfalli árið 2019 þegar þáverandi kærasta hans, Petara Cordero, lést í bílslysi skömmu eftir að hafa fætt þeirra fyrsta barn. Eftir það skipti Smith reglulega um lið. 

Eftir að hann yfirgaf Browns samdi hann við Caroline Panthers en entist stutt. Þaðan fór hann til Las Vegas Raiders, Baltimore Ravens og á endanum Houston Texans árið 2021. Fyrr á þessu ári samdi hann svo við Seattle Sea Dragons sem spila í XFL-deildinni.

Smith hefur verið lýst sem miklum öðling, góðum samherja og manni sem gaf mikið til samfélagsins. Studdi hann ýmis góðgerðamál sem og skólastarf þar sem hann bjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×