Sport

Hamlin snýr aftur á völlinn fjórum mánuðum eftir hartastoppið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Damar Hamlin getur snúið aftur til æfinga eftir að hafa farið í hjartastopp í janúar.
Damar Hamlin getur snúið aftur til æfinga eftir að hafa farið í hjartastopp í janúar. Kevin Sabitus/Getty Images

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, getur snúið aftur á völlinn eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals í upphafi árs.

Hamlin hneig niður í fyrsta leikhluta í leik Bills og Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta og strax var ljóst að eitthvað alvarlegt væri að. Hamlin fór í hjartastopp og var endurlífgaður á vellinum.

Þetta óhugnalega atvik átti sér stað aðfaranótt 3. janúar á þessu ári og leikmanninum var haldið sofandi fyrstu dagana eftir atvikið. Hann dvaldi á sjúkrahúsi í níu daga og sagði sjálfur frá því í febrúar að hann vonaðist til að snúa einn daginn aftur á völlinn.

Nú virðist vera komið að því að Hamlin geti snúið aftur á völlinn og hafa læknar liðsins gefið honum grænt ljós til þess. Hamlin getur því snúið aftur til æfinga með liði sínu og mögulega gæti hann leikið með Buffalo Bills þegar NFL-deildin fer af stað á ný í haust.

NFL

Tengdar fréttir

Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild

Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild.

Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×