Erlent

Sam­þykktu lög­gjöf um breyttar losunar­heimildir í flugi

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Úr þingsal Evrópuþingsins í Strassburg.
Úr þingsal Evrópuþingsins í Strassburg. EPA

Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í morgun löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi en íslensk stjórnvöld hafa mótmælt þessum fyrirætlunum harðlega. Málið var samþykkt með 521 atkvæðum, en 75 greiddu akvæði gegn og 43 sátu hjá.

Nýju reglurnar, sem ná til Íslands á grundvelli EES samningsins, eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppninsstöðu þeirra og Keflavíkurflugvallar þegar kemur að tengiflugi yfir atlantshafið. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur sagt að það liggi algjörlega fyrir, bæði hér heima og í Brussel, að íslensk stjórnvöld muni aldrei taka upp reglugerðir frá EES án þess að tekið sé til íslenskra aðstæðna. 

Næstu skref í málinu eru samkvæmt heimasíðu Evrópuþingsins þau að málið verður tekið fyrir í Ráðherraráði Evrópusambandsins. Eftir samþykkt þar eru lögin birt opinberlega og taka síðan gildi 20 dögum síðar.

Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.


Tengdar fréttir

Fit for 55: „Eins og að segja fólki að fara til út­landa með Nor­rænu“

Utanríkisráðherra segir það algjörlega kristaltært að ekkert verði af loftlagssköttum ESB um millilandaflug án þess að tillit verði tekið til séríslenskra aðstæðna. Um sé að ræða víðtækasta mál frá því að Ísland varð aðili að EES samningnum og forgangsröðun eftir því. Þingmaður Miðflokksins segir að verði innleiðingin samþykkt sé verið að rústa stöðu Íslands sem stoppistöðvar í tengiflugi. 

„Ís­land getur ekki tekið upp þessa til­skipun“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×