Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Hareide

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Åge Hareide fór um víðan völl á blaðamannafundinum.
Åge Hareide fór um víðan völl á blaðamannafundinum. vísir/hulda margrét

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Åge Hareide, var kynntur.

Fundurinn hófst klukkan 13:15. Útsendingu og textalýsingu frá honum má nálgast hér fyrir neðan.

Á föstudaginn var greint frá því að Hareide hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari út undankeppni EM 2024. Hann tekur við starfinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni. Þar tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði Liechtenstein, 0-7.

Hareide er sautjándi erlendi landsliðsþjálfari Íslands og sá fyrsti sem kemur frá Noregi. Hann þjálfaði áður norska og danska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×