Blikar hnýta í ÍTF Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 08:31 Blikakonur fagna marki í bikarúrslitum síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur. ÍTF, hagmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, hefur sætt gagnrýni síðustu daga og vikur vegna meintrar mismununar. Sú hafi birst í miklum minnihluta kvenna í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, í því að fantasy leikur fyrir deildirnar sé aðeins í boði karlamegin og kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið boðun leikmanna í Bestu deild kvenna í upptöku markaðsefnis sem átti að fara fram á sama tíma og leikur Meistara meistaranna í gær. Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir greindu frá sniðgöngu leikmanna í þá myndatöku vegna tímasetningar og þess sem undan hafði gengið hjá ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að mikill meirihluta karla í stjórn og stöðum hjá ÍTF hefði líklega áhrif. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Eg held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa. Lærdómur verði dreginn af Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur nú kallað eftir bættum vinnubrögðum innan hagsmunsamtakanna og að lærdómur verði dreginn af. „Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn,“ segir í tilkynningunni. „Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð,“ segir þar enn fremur en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Kynningarfundur ÍTF fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna er á dagskrá í dag klukkan 15:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Flosi Eiríksson (t.v.) er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara. Besta deild kvenna Jafnréttismál Breiðablik Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
ÍTF, hagmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, hefur sætt gagnrýni síðustu daga og vikur vegna meintrar mismununar. Sú hafi birst í miklum minnihluta kvenna í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, í því að fantasy leikur fyrir deildirnar sé aðeins í boði karlamegin og kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið boðun leikmanna í Bestu deild kvenna í upptöku markaðsefnis sem átti að fara fram á sama tíma og leikur Meistara meistaranna í gær. Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir greindu frá sniðgöngu leikmanna í þá myndatöku vegna tímasetningar og þess sem undan hafði gengið hjá ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að mikill meirihluta karla í stjórn og stöðum hjá ÍTF hefði líklega áhrif. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Eg held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa. Lærdómur verði dreginn af Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur nú kallað eftir bættum vinnubrögðum innan hagsmunsamtakanna og að lærdómur verði dreginn af. „Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn,“ segir í tilkynningunni. „Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð,“ segir þar enn fremur en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Kynningarfundur ÍTF fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna er á dagskrá í dag klukkan 15:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Flosi Eiríksson (t.v.) er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara.
Besta deild kvenna Jafnréttismál Breiðablik Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira