Þúsundasta Bolvíkingnum heilsast vel Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 22:03 Rannveig Móa Gunnarsdóttir er þúsundasti Bolvíkingurinn. Kristinn Logi Gunnarsson bróðir hennar er hæstánægður með viðbótina við fjölskylduna. Aðsend Þúsundasti Bolvíkingurinn fæddist á fimmtudag og heilsast vel. Sveitarfélagið hefur lengi stefnt að þessu markmiði og nú þarf að hækka ránna. „Okkur líður mjög vel. Það gengur eins og í sögu,“ segir Rúna Kristinsdóttir, móðir Rannveigar Móu Gunnarsdóttur, sem er Bolvíkingur númer 1000. Heilsast öllum vel. Faðirinn heitir Gunnar Samúelsson og er hin nýfædda stúlka annað barn þeirra. Rúna starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða og Gunnar hjá Fiskmarkaði Vestfjarða. Aðspurð um hvort fjölskyldan ætli ekki örugglega að búa áfram í bænum segir Rúna að ekkert fararsnið sé á þeim. „Við ætlum ekkert að flytja úr bænum. Við erum búin að koma okkur vel fyrir hér og erum búin að kaupa okkur hús,“ segir Rúna. Sveitarfélagið Bolungarvík hefur stefnt að því að fjölga íbúum í þúsund undanfarin ár. Meðal annars vegna þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hugðist gera það að lágmarksfjölda hvers sveitarfélags fyrir árið 2026. Þau sveitarfélög sem ekki næðu þeim fjölda yrðu að sameinast öðrum ellegar yrði þvinguð sameining. Hefur Sigurður dregið þessar áætlanir til baka. Hvað nú? „Verkefninu Bolungarvík 1000 plús er hér með lokið. Hvað gerum við nú?“ spyr Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur sem hefur fagnað vel og lengi síðan á fimmtudag, sem og aðrir í bæjarstjórninni. Segir hann þetta tímamót og mælistein á hvert samfélagið sé að stefna. Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri Bolungarvíkur.Vísir/Vilhelm „Ég er fæddur og uppalinn hér á svæðinu og hef búið hér nánast allt mitt líf. Allt mitt uppeldi og fram á fullorðinsárin var íbúaþróunin hér á leið í öfuga átt. Fólki fækkaði og stemningin var frekar lágstemmd,“ segir Jón Páll. „Þetta hefur snúist við á stuttum tíma og núna erum við vaxtarsamfélag.“ Samkvæmt Jóni Páli er mikil gróska í bænum. Framkvæmdir séu í gangi, kraftur í atvinnulífinu og ýmis tækifæri að opnast í nýjum atvinnugreinum. Atvinnustarfsemin sé ekki lengur aðeins bundinn við sjávarútveg heldur séu landbúnaður og ferðaþjónusta vaxandi. Til dæmis er mjólkurvinnslan Arna frá Bolungarvík og Bolvíkingar sjái fram á mjög gott sumar í ferðaþjónustu. Í ljósi þess að þúsundasti Bolvíkingurinn sé fæddur þarf sveitarfélagið að setja sér nýtt markmið. Ekki dugar að troða marvaðann heldur fjölga enn meir. Samkvæmt Jóni Páli náði íbúafjöldinn hámarki í kringum 1.300 manns, á síðustu öld þegar togaraútgerðin var hvað öflugust í bænum. Hann segir það ekki útilokað markmið. „Bolungarvík aldrei stærri,“ gæti verið yfirskrift næsta markmiðs. Ástarvikan skilað árangri Í Bolungarvík er haldin Ástarvika, ár hvert í nóvember. Það er heimilisleg og kærleiksrík menningarhátíð þar sem ástinni er fagnað. Aðspurður um hvort Ástarvikan hafi hjálpað til við íbúafjölgunina segir Jón Páll það augljóst. „Ég veit ekki hvað er búið til mikið af börnum á Ástarvikunni en hún býr til betri Bolungarvík,“ segir hann. „Ástin er svo mikilvæg. Það er ekki hægt að búa til samfélag án þess að elska. Sama hvort þú elskar sveitarfélagið þitt, náttúruna, börnin eða makann. Hver er tilgangurinn með þessu ef það er ekki fyrir ástina?“ Jón Páll segist vera búinn að heyra í nýbökuðum foreldrunum og óska þeim til hamingju. Hann ætlar svo að koma við hjá þeim í dag og færa þeim þakklætisvott frá sveitarfélaginu. Bolungarvík Tímamót Mannfjöldi Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Það gengur eins og í sögu,“ segir Rúna Kristinsdóttir, móðir Rannveigar Móu Gunnarsdóttur, sem er Bolvíkingur númer 1000. Heilsast öllum vel. Faðirinn heitir Gunnar Samúelsson og er hin nýfædda stúlka annað barn þeirra. Rúna starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða og Gunnar hjá Fiskmarkaði Vestfjarða. Aðspurð um hvort fjölskyldan ætli ekki örugglega að búa áfram í bænum segir Rúna að ekkert fararsnið sé á þeim. „Við ætlum ekkert að flytja úr bænum. Við erum búin að koma okkur vel fyrir hér og erum búin að kaupa okkur hús,“ segir Rúna. Sveitarfélagið Bolungarvík hefur stefnt að því að fjölga íbúum í þúsund undanfarin ár. Meðal annars vegna þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hugðist gera það að lágmarksfjölda hvers sveitarfélags fyrir árið 2026. Þau sveitarfélög sem ekki næðu þeim fjölda yrðu að sameinast öðrum ellegar yrði þvinguð sameining. Hefur Sigurður dregið þessar áætlanir til baka. Hvað nú? „Verkefninu Bolungarvík 1000 plús er hér með lokið. Hvað gerum við nú?“ spyr Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur sem hefur fagnað vel og lengi síðan á fimmtudag, sem og aðrir í bæjarstjórninni. Segir hann þetta tímamót og mælistein á hvert samfélagið sé að stefna. Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri Bolungarvíkur.Vísir/Vilhelm „Ég er fæddur og uppalinn hér á svæðinu og hef búið hér nánast allt mitt líf. Allt mitt uppeldi og fram á fullorðinsárin var íbúaþróunin hér á leið í öfuga átt. Fólki fækkaði og stemningin var frekar lágstemmd,“ segir Jón Páll. „Þetta hefur snúist við á stuttum tíma og núna erum við vaxtarsamfélag.“ Samkvæmt Jóni Páli er mikil gróska í bænum. Framkvæmdir séu í gangi, kraftur í atvinnulífinu og ýmis tækifæri að opnast í nýjum atvinnugreinum. Atvinnustarfsemin sé ekki lengur aðeins bundinn við sjávarútveg heldur séu landbúnaður og ferðaþjónusta vaxandi. Til dæmis er mjólkurvinnslan Arna frá Bolungarvík og Bolvíkingar sjái fram á mjög gott sumar í ferðaþjónustu. Í ljósi þess að þúsundasti Bolvíkingurinn sé fæddur þarf sveitarfélagið að setja sér nýtt markmið. Ekki dugar að troða marvaðann heldur fjölga enn meir. Samkvæmt Jóni Páli náði íbúafjöldinn hámarki í kringum 1.300 manns, á síðustu öld þegar togaraútgerðin var hvað öflugust í bænum. Hann segir það ekki útilokað markmið. „Bolungarvík aldrei stærri,“ gæti verið yfirskrift næsta markmiðs. Ástarvikan skilað árangri Í Bolungarvík er haldin Ástarvika, ár hvert í nóvember. Það er heimilisleg og kærleiksrík menningarhátíð þar sem ástinni er fagnað. Aðspurður um hvort Ástarvikan hafi hjálpað til við íbúafjölgunina segir Jón Páll það augljóst. „Ég veit ekki hvað er búið til mikið af börnum á Ástarvikunni en hún býr til betri Bolungarvík,“ segir hann. „Ástin er svo mikilvæg. Það er ekki hægt að búa til samfélag án þess að elska. Sama hvort þú elskar sveitarfélagið þitt, náttúruna, börnin eða makann. Hver er tilgangurinn með þessu ef það er ekki fyrir ástina?“ Jón Páll segist vera búinn að heyra í nýbökuðum foreldrunum og óska þeim til hamingju. Hann ætlar svo að koma við hjá þeim í dag og færa þeim þakklætisvott frá sveitarfélaginu.
Bolungarvík Tímamót Mannfjöldi Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira