Lífið

Laga­höfundur Snjó­korn falla er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bob Heatlie (t.v.) er látinn.
Bob Heatlie (t.v.) er látinn. Shakin' Stevens

Skoski lagahöfundurinn Bob Heatlie er látinn, 76 ára að aldri. Hann samdi fjölda laga og stefja fyrir hina ýmsu tónlistarmenn og sjónvarpsþætti.

Við Íslendingar könnumst ágætlega við þekktasta verk Heatlie, lagið Merry Christmas Everyone. Við tónlist Heatie var gerður íslenskur texti og lagið nefnt Snjókorn falla en það var Laddi sem sá um að syngja það.

Hér fyrir neðan má hlusta á Ladda syngja lagið ásamt Króla árið 2020.

Lagið gerði hann upphaflega með Shakin' Steven hann hefur vottað félaga sínum virðingu á samfélagsmiðlum. 

„Bob var ekki einungis einstaklega hæfileikaríkur, heldur var hann frábær manneskja. Ljós hefur slokknað og við munum sakna vinar okkar,“ segir Steven. 

Heatlie samdi einnig stef fyrir nokkra sjónvarpsþætti, til dæmis Fun House og Wheel of Fortune.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×