Umhyggja, umhugsun og umhverfisvernd Tryggvi Felixson skrifar 17. apríl 2023 16:01 Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar