Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa synjaði erindi Seatrips um að skráningu á skipinu Amelía Rose yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru ekki ánægðir með ákvörðun stofnunarinnar, sem var samþykkt af innviðaráðherra, kærðu hana og sökuð stofnunina um einelti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Seatrips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Seatrips þann 13. apríl í fyrra. Samgöngustofa var sýknuð af öllum kröfum félagsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Til þess að flokkast sem gamalt skip þarf kjölur að vera lagður fyrir árið 2001. Snúið við í Landsrétti Félagið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, sem sneri dóminum við félaginu í hag. Í dómi Landsréttar vísaði hann til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að ekki væri þörf á því að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setts stjórnvalds þegar æðra stjórnvald hefði kveðið upp úrskurð í viðkomandi stjórnsýslumáli. Því til samræmis var litið til þess hvort efni væri til þess að ógilda úrskurð ráðherra. Þá vísaði Landsréttur einnig til þess að óvíst væri við hvaða áfanga við smíðina skráð smíðaár væri miðað í haffærnisskírteini og öðrum gögnum frá siglingamálayfirvöldum í Mexíkó, þar sem skipið var smíðað. Svör þeirra við fyrirspurnum Samgöngustofu yrðu enn fremur að teljast óljós og misvísandi. Landsréttur lagði til grundvallar að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi Því væri ekki unnt að fallast á kröfu Seatrips um að stofnunin breytti skráningu skipsins. Hins vegar var á það fallist með félaginu að rannsókn Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins hefði verið ófullnægjandi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Telur niðurstöðuna bersýnilega ranga Samgöngustofa undi ekki niðurstöðu Landsréttar og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Í beiðninni segir að stofnunin telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi fyrir stjórnsýsluframkvæmd, rannsóknarreglu og sönnunarreglur í stjórnsýslurétti. Hún telji að með dómi Landsréttar séu gerðar ríkari kröfur til hennar um rannsókn máls við endurskoðun ákvörðunar um skráningu en áður hafi þekkst. Lagt sé á hana að afsanna fullyrðingar Seatrips sem séu í ósamræmi við fyrri opinbera skráningu í Mexíkó og hjá Samgöngustofu. Að auki sé ekki tekið tillit til málshraðareglunnar og hversu lengi málið eigi að vera til rannsóknar þegar fyrir liggi ákvörðun og ekkert komið fram sem staðfesti að sú ákvörðun hafi verið röng. Loks geti það haft mikil áhrif á starfsemi Samgöngustofu og annarra ef ekki er unnt að reiða sig á staðhæfingar erlendra stjórnvalda við ákvarðanatöku Þá telji stofnunin að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á en jafnframt að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar, hvað varðar aðild málsins og kröfugerð, þannig að rétt sé að samþykkja beiðni um áfrýjun,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina. Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að Samgöngustofa synjaði erindi Seatrips um að skráningu á skipinu Amelía Rose yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru ekki ánægðir með ákvörðun stofnunarinnar, sem var samþykkt af innviðaráðherra, kærðu hana og sökuð stofnunina um einelti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Seatrips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Seatrips þann 13. apríl í fyrra. Samgöngustofa var sýknuð af öllum kröfum félagsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að lögð hafi verið fram gögn við rekstur málsins sem sanni að hafist hafi verið handa við smíði skipsins árið 2003, því sé ljóst að kjölur skipsins hafi ekki verið lagður fyrir 2001. Til þess að flokkast sem gamalt skip þarf kjölur að vera lagður fyrir árið 2001. Snúið við í Landsrétti Félagið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, sem sneri dóminum við félaginu í hag. Í dómi Landsréttar vísaði hann til þess að í dómaframkvæmd hefði verið litið svo á að ekki væri þörf á því að krefjast ógildingar á ákvörðun lægra setts stjórnvalds þegar æðra stjórnvald hefði kveðið upp úrskurð í viðkomandi stjórnsýslumáli. Því til samræmis var litið til þess hvort efni væri til þess að ógilda úrskurð ráðherra. Þá vísaði Landsréttur einnig til þess að óvíst væri við hvaða áfanga við smíðina skráð smíðaár væri miðað í haffærnisskírteini og öðrum gögnum frá siglingamálayfirvöldum í Mexíkó, þar sem skipið var smíðað. Svör þeirra við fyrirspurnum Samgöngustofu yrðu enn fremur að teljast óljós og misvísandi. Landsréttur lagði til grundvallar að enn væri ekki að fullu upplýst hvenær kjölur skipsins hefði verið lagður, þrátt fyrir framburð framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar fyrir dómi Því væri ekki unnt að fallast á kröfu Seatrips um að stofnunin breytti skráningu skipsins. Hins vegar var á það fallist með félaginu að rannsókn Samgöngustofu og innviðaráðuneytisins hefði verið ófullnægjandi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Telur niðurstöðuna bersýnilega ranga Samgöngustofa undi ekki niðurstöðu Landsréttar og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Í beiðninni segir að stofnunin telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi fyrir stjórnsýsluframkvæmd, rannsóknarreglu og sönnunarreglur í stjórnsýslurétti. Hún telji að með dómi Landsréttar séu gerðar ríkari kröfur til hennar um rannsókn máls við endurskoðun ákvörðunar um skráningu en áður hafi þekkst. Lagt sé á hana að afsanna fullyrðingar Seatrips sem séu í ósamræmi við fyrri opinbera skráningu í Mexíkó og hjá Samgöngustofu. Að auki sé ekki tekið tillit til málshraðareglunnar og hversu lengi málið eigi að vera til rannsóknar þegar fyrir liggi ákvörðun og ekkert komið fram sem staðfesti að sú ákvörðun hafi verið röng. Loks geti það haft mikil áhrif á starfsemi Samgöngustofu og annarra ef ekki er unnt að reiða sig á staðhæfingar erlendra stjórnvalda við ákvarðanatöku Þá telji stofnunin að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á en jafnframt að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar, hvað varðar aðild málsins og kröfugerð, þannig að rétt sé að samþykkja beiðni um áfrýjun,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðnina.
Dómsmál Reykjavík Samgöngur Stjórnsýsla Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14. júlí 2022 16:26
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13. apríl 2022 21:17