Gufubaðsklúbbarnir í Neskaupstað sjá fram á gjaldskrárhækkun Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2023 07:00 Alls eru átta gufubaðsklúbbar starfandi í Neskaupstað. Fimm þeirra hittast alla jafna utan hefðbundins opnunartíma. Fjarðabyggð Svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ sem starfandi eru í Neskaupstað sjá fram á að dýrara verði fyrir þá að hittast utan hefðbundins opnunartíma sundlaugarinnar í bænum. Átta slíkir klúbbar eru nú starfræktir í Neskaupstað. Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar. Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar.
Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira