Ráðumst að rót vandans Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 13. apríl 2023 14:31 Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun