Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2023 07:49 Til stóð að fara í ferðina 20. til 30. ágúst síðastliðinn. Ekkert varð þó úr ferðinni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira