Spilar ekki meira með Val og HM í hættu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 15:15 Menn hafa átt í mestu vandræðum með að ná taki á Benedikt Gunnari Óskarssyni í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er flott viðurkenning,“ segir Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson en hann var valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni í handbolta, af sérfræðingum Handkastsins. Hann mun hins vegar ekkert spila í úrslitakeppninni. Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira