Íslenski boltinn

„Geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyjamenn eru bjartsýnir.
Eyjamenn eru bjartsýnir. Vísir/Hulda Margrét

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í miðjumoði. Þau eru Víkingur, Stjarnan, FH og ÍBV.

Viðtölin fjögur má heyra neðst í fréttinni en hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í Bestu deild karla.

„Ég geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar. Ég byggi það í fyrsta lagi á því hvernig við lukum sumrinu í fyrra. Hefðum við byrjað að telja stigin í 13. umferð hefðum við verið að keppa um toppsætið. ÍBV hefur að ég held aldrei staðið sig jafnvel á undirbúningstímabilinu og það hefur gert núna,“ sagði Páll Magnússon, stuðningsmaður ÍBV.

„Mínar væntingar til sumarsins til FH-liðsins, auðvitað eru þær miklar. Ég átta mig á því að ég verð að stilla kröfum mínum í hóf. Held samt sem áður að það búi í þessu liði miklu miklu meira en það sem það sýndi í fyrra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH.

„Mínar væntingar til liðsins, við byrjum á stefna á topp sex og svo verður einhver úrslitakeppni. Vonandi spilum við betur þar en í fyrra,“ sagði Lúðvík Jónasson, stuðningsmaður Stjörnunnar.

„Mínar væntingar til tímabilsins geta ekki verið neinar aðrar en að berjast um alla titla sem eru í boði,“ sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings.


Tengdar fréttir

„Menn eru mjög bjart­sýnir í efri byggðum Kópa­vogs“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×