Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 08:58 Hinum umdeilda Kanye West er margt til lista lagt. Að reka skóla er þó ekki eitt af því, ef marka má frásagnir fyrrverandi kennara við skóla hans. MEGA/GC Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13
Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32