Golf

Rahm stóð uppi sem sigurvegari eftir maraþondag á Masters

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bestur um helgina.
Bestur um helgina. vísir/Getty

Spænski kylfingurinn Jon Rahm reyndist hlutskarpastur á Masters mótinu í golfi um helgina.

Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring.

Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg.

Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið.

Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari.

Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×