Handbolti

Selfyssingar halda áfram að safna liði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikill liðsstyrkur fyrir Selfoss.
Mikill liðsstyrkur fyrir Selfoss. Selfoss handbolti

Selfoss heldur áfram að styrkja kvennaliðið sitt fyrir átökin í Olís deildinni næsta vetur.

Þær Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við handknattleiksdeild félagið til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kristrún Steinþórsdóttir er rétthent skytta og er uppalin Selfyssingur. Hún spilaði með Selfoss til ársins 2019 þegar hún söðlaði um og fór í Fram. Hún á að baki 139 leiki fyrir Selfoss og hefur skorað í þeim 401 mark. Hún hefur verið lykilmaður í sterku liði Fram síðustu ár þar sem hún hefur m.a. orðið Íslandsmeistari í fyrra og bikarmeistari árið 2020. Þá á hún þrjá A-landsleiki að baki.

Lena Margrét er örvhent skytta og er uppalin í Fram en hefur leikið síðustu tvö ár með Stjörnunni. Hún á að baki Íslandsmeistaratitil með Fram 2018 auk bikarmeistaratitla árið 2018 og 2020. Hún var ein af markahæstu leikmönnum Olísdeildar kvenna með 109 mörk í 21 leik. Þá hefur hún spilað 5 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk auk þess að hafa verið fastamaður í öllum yngri landsliðum Íslands.

Á dögunum samdi landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir við Selfoss sem hafnaði í næstneðsta sæti Olís deildarinnar í vetur og eru raunar ekki öruggar með sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð þar sem þeirra bíður umspil um laust sæti í Olís deildinni.


Tengdar fréttir

Selfoss endurheimtir Perlu um hálsinn

Selfyssingar hafa tryggt sér sannkallaðan hvalreka frá og með næsta sumri því landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×