Erlent

Coolio hafi dáið af Fentanyl-of­skammti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Rapparinn Coolio er þekktastur fyrir risasmellinn Gangsta's Paradise sem kom út árið 1995.
Rapparinn Coolio er þekktastur fyrir risasmellinn Gangsta's Paradise sem kom út árið 1995. AP/Chris Pizzello

Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans.

Jarez Posey, umboðsmaður Coolio til margra ára, sagði í samtali við Associated Press að eiturlyfið Fentanyl hafi dregið Coolio til dauða en einnig hafi fundist ummerki um heróín og metamfetamín í taugakerfi hans. 

Samkvæmt skrifstofu réttarlæknis Los Angeles-sýslu var dauði Coolio, réttu nafni Artis Leon Ivey yngri, slys. Þar hafi hjartavöðvakvilli, sjúkdómur sem veldur því að hjartað á erfitt með að dæla blóði út í líkamann, stór þáttur í dauðsfallinu.

Jafnframt greindi Posey frá því að rannsakendur hefðu komist að því að astmi Coolio og sígarettureykingar hans hefðu spilað stóra rullu í dauða hans.

Coolio var aðeins 59 ára gamall þegar hann lést.


Tengdar fréttir

Coolio er látinn

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×