Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. apríl 2023 07:01 Rannsóknir sýna að áhrif ástarinnar á heilann eru svo mikil að heilinn leitast við að vera sem oftast, eða alltaf, ástfangin. Svo mikil áhrif hefur ástin á heilann að líkja má áhrifunum við þá upplifun sem fylgir fíkn og vellíðaninni sem vímu. Vísir/Getty Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. Að vera ástfangin og elska hefur margvísleg áhrif á heilabúið okkar. Það er því ekkert að undra þótt okkur líði svona dásamlega þegar við erum ástfangin. Og líður eins og við séum á bleiku skýi… Samkvæmt rannsóknum má að mörgu leyti líkja upplifuninni sem við finnum þegar við erum á bleiku skýi við sambærilega líðan og þegar fólk upplifir vímu. Þá er því haldið fram að þessi vellíðan sem við upplifum af því að vera ástfangin sé í raun það sem hvetur okkur til að halda áfram að elska: Heilinn upplifir það mikil jákvæð áhrif að við viljum ekki sleppa þessari tilfinningu. Þótt okkur finnist öllum hræðilegt að lenda í ástarsorg, sýna rannsóknir þó að 71% okkar náum okkur að mestu innan þriggja mánaða. Mörgum gæti fundist þetta stuttur tími miðað við sína eigin reynslu en þótt hér sé verið að tala um þrjá mánuði, er ekki verið að tala um að eftir þrjá mánuði séu allar tilfinningar horfnar tengt þessari ást. Það geta enn verið blendnar tilfinningar, jafnvel sársaukatilfinning, reiði eða vonsvikni. Það sem rannsóknirnar eru hins vegar að sýna að það er innan þessara þriggja mánaða sem við erum farin að átta okkur á því að við munum hafa þetta af og jafna okkur á endanum. En þá er það fyrsta ástin okkar. Sem fæst okkar gleyma. Eða hvað? Rannsóknir um áhrif ástarinnar á heilann skýra í raun líka út hvers vegna við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar. Því þessi áhrif ástarinnar sem líkja má við vímu, virka þannig á heilann að við finnum til sömu tilfinningar og drifkraftar og almennt finnst í fíknisjúkdómum. Já: Heilinn okkar vill finna þessa dásamlegu tilfinningu aftur. Þess vegna erum við ósjálfrátt svona oft að leita af ástinni. Við viljum vera ástfangin. Og ástæðan fyrir því að fyrsta ástin okkar gleymist svona seint er vegna þess að heilinn gleymir allra síst fyrsta skammtinum sínum af þessari vellíðan sem ástin gefur. Annað atriði sem er áhugavert varðandi fyrstu ástina okkar er hvaða áhrif hún er sögð hafa á önnur og síðari ástarsambönd okkar á lífsleiðinni. Því samkvæmt sálfræðingnum, sambandsráðgjafanum og rithöfundinum Dr. Niloo Dardashti, virðist það vera svo að það hvernig við hegðum okkur eða upplifum ástarsambönd, er oftar en ekki að endurspegla eitthvað sem við upplifðum þegar við urðum ástfangin í fyrsta sinn. Á þetta við um þig? Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Geðheilbrigði Ástin og lífið Áskorun Tengdar fréttir Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Að vera ástfangin og elska hefur margvísleg áhrif á heilabúið okkar. Það er því ekkert að undra þótt okkur líði svona dásamlega þegar við erum ástfangin. Og líður eins og við séum á bleiku skýi… Samkvæmt rannsóknum má að mörgu leyti líkja upplifuninni sem við finnum þegar við erum á bleiku skýi við sambærilega líðan og þegar fólk upplifir vímu. Þá er því haldið fram að þessi vellíðan sem við upplifum af því að vera ástfangin sé í raun það sem hvetur okkur til að halda áfram að elska: Heilinn upplifir það mikil jákvæð áhrif að við viljum ekki sleppa þessari tilfinningu. Þótt okkur finnist öllum hræðilegt að lenda í ástarsorg, sýna rannsóknir þó að 71% okkar náum okkur að mestu innan þriggja mánaða. Mörgum gæti fundist þetta stuttur tími miðað við sína eigin reynslu en þótt hér sé verið að tala um þrjá mánuði, er ekki verið að tala um að eftir þrjá mánuði séu allar tilfinningar horfnar tengt þessari ást. Það geta enn verið blendnar tilfinningar, jafnvel sársaukatilfinning, reiði eða vonsvikni. Það sem rannsóknirnar eru hins vegar að sýna að það er innan þessara þriggja mánaða sem við erum farin að átta okkur á því að við munum hafa þetta af og jafna okkur á endanum. En þá er það fyrsta ástin okkar. Sem fæst okkar gleyma. Eða hvað? Rannsóknir um áhrif ástarinnar á heilann skýra í raun líka út hvers vegna við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar. Því þessi áhrif ástarinnar sem líkja má við vímu, virka þannig á heilann að við finnum til sömu tilfinningar og drifkraftar og almennt finnst í fíknisjúkdómum. Já: Heilinn okkar vill finna þessa dásamlegu tilfinningu aftur. Þess vegna erum við ósjálfrátt svona oft að leita af ástinni. Við viljum vera ástfangin. Og ástæðan fyrir því að fyrsta ástin okkar gleymist svona seint er vegna þess að heilinn gleymir allra síst fyrsta skammtinum sínum af þessari vellíðan sem ástin gefur. Annað atriði sem er áhugavert varðandi fyrstu ástina okkar er hvaða áhrif hún er sögð hafa á önnur og síðari ástarsambönd okkar á lífsleiðinni. Því samkvæmt sálfræðingnum, sambandsráðgjafanum og rithöfundinum Dr. Niloo Dardashti, virðist það vera svo að það hvernig við hegðum okkur eða upplifum ástarsambönd, er oftar en ekki að endurspegla eitthvað sem við upplifðum þegar við urðum ástfangin í fyrsta sinn. Á þetta við um þig? Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira.
Geðheilbrigði Ástin og lífið Áskorun Tengdar fréttir Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03