Tiger Woods varar fólk við að vanmeta sig á Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2023 14:15 Tiger Woods útilokar ekki að berjast á toppnum á Masters mótinu sem hefst í dag. Patrick Smith/Getty Images Tiger Woods, fimmfaldur meistari á Masters-mótinu í golfi, segir að fólk megi ekki afskrifa sig sem mögulegan sigurvegara í ár þrátt fyrir að hann geti ekki hreyft sig jafn vel og áður. Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld. Masters-mótið Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld.
Masters-mótið Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira