Arsenal missti niður tveggja marka forystu á Anfield Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 17:33 Hart barist á Anfield í dag. vísir/Getty Topplið Arsenal fór illa að ráði sínu eftir frábæra byrjun á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mættu ákveðnir til leiks á meðan heimamenn í Liverpool voru hreint ekki með á nótunum til að byrja með. Strax á 8.mínútu náði Gabriel Martinelli forystunni fyrir gestina. Andy Robertson fékk gott færi til að jafna metin skömmu síðar en fór illa með færið. Eftir tæplega hálftíma leik tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna með afar auðveldu marki eftir undirbúning Martinelli. Varnarleikur Liverpool í molum. Liverpool tókst að svara öðru marki gestanna vel og náðu að minnka muninn fyrir leikhlé þegar Mohamed Salah var réttur maður á réttum stað á fjærstönginni eftir snarpa sókn á 42.mínútu og gaf heimamönnum líflínu fyrir síðari hálfleikinn. Snemma í síðari hálfleik fengu Liverpool vítaspyrnu eftir afar klaufalega tilburði Rob Holding inn á vítateig Arsenal. Afgreiðslan á vítinu var hins vegar afleit hjá Salah sem setti boltann framhjá markinu og Arsenal enn með forystuna. Liverpool sótti af krafti það sem eftir lifði leiks og það skilaði jöfnunarmarki skömmu fyrir leikslok þar sem varamaðurinn Roberto Firmino jafnaði metin á 87.mínútu eftir góðan undirbúning Trent Alexander-Arnold. Heimamenn voru mun líklegri til að stela sigrinum í uppbótartíma en snilldartaktar Aaron Ramsdale í marki Arsenal í tvígang komu í veg fyrir að Liverpool hirti öll stigin. Enski boltinn
Topplið Arsenal fór illa að ráði sínu eftir frábæra byrjun á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mættu ákveðnir til leiks á meðan heimamenn í Liverpool voru hreint ekki með á nótunum til að byrja með. Strax á 8.mínútu náði Gabriel Martinelli forystunni fyrir gestina. Andy Robertson fékk gott færi til að jafna metin skömmu síðar en fór illa með færið. Eftir tæplega hálftíma leik tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna með afar auðveldu marki eftir undirbúning Martinelli. Varnarleikur Liverpool í molum. Liverpool tókst að svara öðru marki gestanna vel og náðu að minnka muninn fyrir leikhlé þegar Mohamed Salah var réttur maður á réttum stað á fjærstönginni eftir snarpa sókn á 42.mínútu og gaf heimamönnum líflínu fyrir síðari hálfleikinn. Snemma í síðari hálfleik fengu Liverpool vítaspyrnu eftir afar klaufalega tilburði Rob Holding inn á vítateig Arsenal. Afgreiðslan á vítinu var hins vegar afleit hjá Salah sem setti boltann framhjá markinu og Arsenal enn með forystuna. Liverpool sótti af krafti það sem eftir lifði leiks og það skilaði jöfnunarmarki skömmu fyrir leikslok þar sem varamaðurinn Roberto Firmino jafnaði metin á 87.mínútu eftir góðan undirbúning Trent Alexander-Arnold. Heimamenn voru mun líklegri til að stela sigrinum í uppbótartíma en snilldartaktar Aaron Ramsdale í marki Arsenal í tvígang komu í veg fyrir að Liverpool hirti öll stigin.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti