McIlroy tilbúinn að loka hringnum á Masters sem hefst á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 15:01 Rory McIlroy stefnir á að klára svokallað „Grand Slam“ um helgina. Patrick Smith/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy setur stefnuna á sigur á Masters mótinu í golfi sem hefst á morgun. Masters er eina risamótið sem McIlroy á eftir að vinna. McIlroy hafnaði í öðru sæti á Masters mótinu í fyrra, á eftir Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler sem fagnaði sigri. Norður-Írinn var því aðeins hársbreidd frá því að fagna sigri á risamóti í fyrsta skipti síðan 2014. Hann segir þó að þau sár séu gróin og að hann hafi allt til að bera til að fagna sigri í ár. Hann situr í öðru sæti heimslistans og með sigri á Masters verður hann aðeins sjötti kylfingurinn til að klára svokallað „Grand Slam“ sem sagt er um kylfinga sem hafa unnið öll risamótin sem í boði eru. „Ég þekki þennan völl líklega betur en flestir,“ sagði McIlroy um Augusta National golfvöllinn þar sem Masters mótið fer fram. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa líkamlega getu til að vinna þetta mót, en þetta snýst um að vera á réttum stað hugarfarslega til að leyfa líkamlegu getunni að ná í gegn.“ „Ég hef byrjað mótin illa og ekki stigið á bensínið nógu snemma. Ég hef stundum átt slæmar níu holur sem hafa komið mér í vandræði og hent mér úr mótinu.“ „En nú er ég með öll hráefnin til að baka bökuna. Þetta snýst bara um að setja þessi hráefni í og stilla ofninn á rétt hitastig. Ég veit að ég er með allt á réttum stað. Nú er þetta bara spurning um að púsla þessu öllu saman,“ sagði McIlroy að lokum. McIlroy verður í ráshópi með Bandaríkjamanninum Sam Burns og Tom Kim frá Suður-Kóreu. Þeir leggja af stað klukkan 19:48 að íslenskum tíma, en rástíma fyrir fyrstu tvo daga mótsins má sjá á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar með því að smella hér. Rory McIlroy confident he can finally win Masters for career grand slam https://t.co/rrqeUfF39m pic.twitter.com/CCNK6RkWIo— New York Post (@nypost) April 5, 2023 Masters mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19:00 annað kvöld, en golfþyrstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum strax í kvöld klukkan 19:00 þegar sýnt verður frá Par 3 keppninni sem haldin er árlega degi fyrir Masters mótið. Þar mæta allir helstu kylfingar mótsins til leiks og spila níu holur sem allar eiga það sameiginlegt að vera Par 3 holur. Mömmur og pabbar kylfinganna, ömmur og afar, frændur, frænkur og börn þeirra hafa tekið að sér hlutverk kylfusveina og þar er það gleðin sem ræður ríkjum áður en alvaran tekur við. Masters-mótið Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy hafnaði í öðru sæti á Masters mótinu í fyrra, á eftir Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler sem fagnaði sigri. Norður-Írinn var því aðeins hársbreidd frá því að fagna sigri á risamóti í fyrsta skipti síðan 2014. Hann segir þó að þau sár séu gróin og að hann hafi allt til að bera til að fagna sigri í ár. Hann situr í öðru sæti heimslistans og með sigri á Masters verður hann aðeins sjötti kylfingurinn til að klára svokallað „Grand Slam“ sem sagt er um kylfinga sem hafa unnið öll risamótin sem í boði eru. „Ég þekki þennan völl líklega betur en flestir,“ sagði McIlroy um Augusta National golfvöllinn þar sem Masters mótið fer fram. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa líkamlega getu til að vinna þetta mót, en þetta snýst um að vera á réttum stað hugarfarslega til að leyfa líkamlegu getunni að ná í gegn.“ „Ég hef byrjað mótin illa og ekki stigið á bensínið nógu snemma. Ég hef stundum átt slæmar níu holur sem hafa komið mér í vandræði og hent mér úr mótinu.“ „En nú er ég með öll hráefnin til að baka bökuna. Þetta snýst bara um að setja þessi hráefni í og stilla ofninn á rétt hitastig. Ég veit að ég er með allt á réttum stað. Nú er þetta bara spurning um að púsla þessu öllu saman,“ sagði McIlroy að lokum. McIlroy verður í ráshópi með Bandaríkjamanninum Sam Burns og Tom Kim frá Suður-Kóreu. Þeir leggja af stað klukkan 19:48 að íslenskum tíma, en rástíma fyrir fyrstu tvo daga mótsins má sjá á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar með því að smella hér. Rory McIlroy confident he can finally win Masters for career grand slam https://t.co/rrqeUfF39m pic.twitter.com/CCNK6RkWIo— New York Post (@nypost) April 5, 2023 Masters mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19:00 annað kvöld, en golfþyrstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum strax í kvöld klukkan 19:00 þegar sýnt verður frá Par 3 keppninni sem haldin er árlega degi fyrir Masters mótið. Þar mæta allir helstu kylfingar mótsins til leiks og spila níu holur sem allar eiga það sameiginlegt að vera Par 3 holur. Mömmur og pabbar kylfinganna, ömmur og afar, frændur, frænkur og börn þeirra hafa tekið að sér hlutverk kylfusveina og þar er það gleðin sem ræður ríkjum áður en alvaran tekur við.
Masters-mótið Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira