Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Kristján Þórður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta ASÍ Vísir/Egill Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. „Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“ ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
„Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“
ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira