Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Víkingur 3-2 | Breiðablik er meistari meistaranna Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 22:19 Höskuldur, fyrirliði Breiðabliks, lyftir bikarnum í leikslok. Vísir/ Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 3-2 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í leiknum sem markar upphaf knattspyrnusumarsins á Íslandi; Meistarakeppni KSÍ. Breiðablik er því meistari meistaranna. Besta deildin hefst eftir aðeins 6 daga og bæði lið því orðin eins klár og þau verða þegar flautað var til leiks. Víkingar fóru vel af stað og bjuggu sér til pláss við vítateig Blika en eftir um tíu mínútna leik varð þessi fyrri hálfleikur algjörlega að eign Breiðabliks. Eftir aðeins fjórtán mínútna leik höfðu Blikar skorað fyrsta mark leiksins. Hröð sókn upp sem hægðist svo aðeins. Höskuldur Gunnlaugsson með fyrirgjöf frá hægri sem Halldór Smári skallaði áfram á Ágúst Eðvald á fjær stönginni. Ágúst skallaði boltann aftur inn í teig á Patrik Johannesen sem tók hann á bringuna fyrir Gísla Eyjólfsson. Gísli með viðstöðulaust skot sem fór aðeins af varnarmanni og yfir Ingvar í markinu. Áfram héldu Blikar yfirhöndinni í leiknum þrátt fyrir að ekki gerðist mikið á næstu 15 mínútum leiksins. Á 32. mínútu meiddist Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, eftir samstuð við Patrik Johannesen. Ingvar lá í grasinu í smá tíma en ákveðið var að halda leik áfram á meðan Þórður Ingason, varamarkvörður, gerði sig klárann. Ingvar Jónsson fær aðhlynningu áður en hann fór meiddur útaf.Vísir/ Hulda Margrét Það fór ekki betur en svo að Breiðablik komst í 2-0. Eftir góða pressu frá Blikum unnu þeir boltann. Gísli Eyjólfs setti boltann út til hægri á Viktor Karl sem sendi hann fyrir markið viðstöðulaust. Patrik Johannesen renndi sér á boltann og kom honum yfir línuna. Færeyingurinn kominn í gang, mark og stoðsending í fyrri hálfleik, sem veit á mjög gott fyrir Blika. Patrik Johannesen fagnar marki sínu í leiknum.Vísir/ Hulda Margrét Lítið sem ekkert marktækt gerðist fram að hálfleik. Áhorfendur þurftu þó að bíða aðeins eftir kaffinu því Erlendur Eiríksson dómari bætti við að minnsta kosti 8 mínútum. Hálfleikstölur 2-0 Blikum í vil. Víkingar mættu mun ákafari út í síðari hálfleik. Gáfu lítið eftir í návígum og ætluðu sér greinilega að gera eitthvað í þessum leik. Ekkert gerðist þó við mark Blika og ákvað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að gera fjórfalda skiptingu á 65. mínútu. Þá komu inná Nikolaj Hansen, Pablo Punyed, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson. Ekki amalegt það að geta sett þessa menn inná til þess að breyta gangi leiksins, sem svo gerðist. Nikolaj Hansen fékk gott færi stuttu eftir að hann kom inná þegar hann náði ekki að stýra fyrirgjöf frá Loga Tómassyni í netið. Víkingum tókst að auka þunga sinn í sókninni og uppskáru á 77. mínútu. Nikolaj Hansen sendir Anton Ara í vitlaust horn og skorar úr vítaspyrnunni.Vísir/ Hulda Margrét Þá fékk Danijel Djuric sendingu inn í teig og náði að vera á undan Antoni Ara, markverði Blika, í boltann áður en Anton sló hann í andlitið. Víkingar fá víti og nýr fyrirliði liðsins, Nikolaj Hansen, skoraði af öryggi. Allt leit út fyrir að við fengjum spennu síðasta korter leiksins en aðeins fjórum mínútum síðar fékk Breiðablik einnig vítaspyrnu. Oliver Ekroth fór þá heldur geyst í bakið á Patrik Johannesen og víti dæmt. Fyrirliði Blika, Höskuldur Gunnlaugsson, gat ekki verið minni maður en andstæðingur sinn og skoraði sömuleiðis af miklu öryggi. Höskuldur Gunnlaugsson skorar úr vítaspyrnu og kemur Breiðablik í 3-1.Vísir/ Hulda Margrét Víkingar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og tókst það að lokum á þriðju mínútu uppbótartíma. Þá sendi Logi Tómasson frábæra fyrirgjöf fyrir markið, beint á kollinn á Nikolaj Hansen sem stýrði boltanum í netið. Of lítið og of seint fyrir Víkinga, frábært mark engu að síður. Lokatölur 3-2 sigur Breiðabliks. Afhverju vann Breiðablik? Þeir voru yfir í öllum aðgerðum fyrsta klukkutímann í leiknum. Víkingar lentu í miklum vandræðum með háa ákefð í pressunni frá Blikum og voru klaufar að leita ekki fyrir aftan fyrstu pressuna. Blikar nýttu sín færi og uppskáru að lokum góðan sigur. Hverjir voru bestir? Patrik Johannesen er að smella vel inn í Blika liðið og var frábær í dag. Lagði upp fyrsta markið, skoraði annað og fékk svo vítið. Mér fannst Gísli Eyjólfsson einnig frábær í liði Blika í dag. Krafturinn sem hann hefur þegar hann rykkir af stað með boltann var að valda Víkingum vandræðum auk þess sem hann stýrir pressunni að mörgu leyti. Nikolaj Hansen er mikilvægasti og besti leikmaður Víkings og hann þarf að spila alla leiki í sumar ætli þeir sér einhverja hluti. Kom inná með smá dólgslæti og skorar þessu tvö mörk. Hvað gerist næst? Besta deildin hefst á annan í páskum, 10. apríl. Víkingar mæta Stjörnunni og Blikar fá HK í heimsókn. Arnar Gunnlaugsson: Stundum taparðu og stundum taparðu Arnar gunnlaugsson í leiknum í kvöld.Vísir/ Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var mjög ánægður með leikinn í kvöld þrátt fyrir tap. „Bara helsáttur. Stundum taparðu og stundum taparðu. Þetta var svona tapleikur sem ég get sætt mig mjög vel við. Auðvitað var bikar undir en þetta er ekki að fara að há okkur í deildinni eða neitt svoleiðis. Mér fannst við vera flottir, Blikar vera flottir og þetta var bara öflugur leikur tveggja öflugra liða. Ólíkir leikstílar og ég var mjög ánægður með leikinn“, sagði Arnar. Víkingar virtust að mörgu leyti vera undir í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Arnari fannst fyrri hálfleikurinn þó ekki eins slæmur og undirrituðum fannst hann. „Fyrri hálfleikur var alls ekkert alsslæmur. Við vorum að ná að leysa pressuna þeirra hvað eftir annað en það vantaði bara hvað svo eftir það, þessi þriðji fasi, við vorum ekkert beittir í fyrri hálfleik í að nýta þessi færi. Við erum að reyna glænýja hluti sem tekur langan tíma að þróa og fínpússa. Það var svona hluti í þessum leik sem gladdi mig. Hvernig við erum að þora að spila út úr pressunni með stuttum sendingum og leysa strax upp í hraðaupphlaupin. Vantaði svolítið næsta skref sem við þurfum að vinna í. Þegar þetta tekst þá er þetta gríðarlega öflugt. Svo vorum við ekki með nógu líkamlegt lið í fyrri hálfleik, ég vissi það svo sem. Það var gaman að geta gefið þessum strákum séns. Gísli Gotti stóð sig mjög vel, bara 18 ára gutti. Ég fann það líka þegar við vorum komnir með okkar sterkustu menn inná í seinni hálfleik þá vorum við helvíti öflugir,“ sagði Arnar. Víkingar mæta Stjörnunni í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á annan í páskum. Víkingur var í vandræðum með Stjörnuna í fyrra og svo kom upp leiðindamál á milli liðanna í vetur. Arnar býst við hörku leik og hlakkar til. „Þetta verður nákvæmlega eins og hérna áðan. Þetta verður bara stríð. Þeir munu taka vel á móti okkur og við vel á móti þeim. Þetta var ekki grófur leikur í dag en þetta var mjög harður leikur. Vonandi gefur það margt gott til kynna fyrir leikina í sumar,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 3-2 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í leiknum sem markar upphaf knattspyrnusumarsins á Íslandi; Meistarakeppni KSÍ. Breiðablik er því meistari meistaranna. Besta deildin hefst eftir aðeins 6 daga og bæði lið því orðin eins klár og þau verða þegar flautað var til leiks. Víkingar fóru vel af stað og bjuggu sér til pláss við vítateig Blika en eftir um tíu mínútna leik varð þessi fyrri hálfleikur algjörlega að eign Breiðabliks. Eftir aðeins fjórtán mínútna leik höfðu Blikar skorað fyrsta mark leiksins. Hröð sókn upp sem hægðist svo aðeins. Höskuldur Gunnlaugsson með fyrirgjöf frá hægri sem Halldór Smári skallaði áfram á Ágúst Eðvald á fjær stönginni. Ágúst skallaði boltann aftur inn í teig á Patrik Johannesen sem tók hann á bringuna fyrir Gísla Eyjólfsson. Gísli með viðstöðulaust skot sem fór aðeins af varnarmanni og yfir Ingvar í markinu. Áfram héldu Blikar yfirhöndinni í leiknum þrátt fyrir að ekki gerðist mikið á næstu 15 mínútum leiksins. Á 32. mínútu meiddist Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, eftir samstuð við Patrik Johannesen. Ingvar lá í grasinu í smá tíma en ákveðið var að halda leik áfram á meðan Þórður Ingason, varamarkvörður, gerði sig klárann. Ingvar Jónsson fær aðhlynningu áður en hann fór meiddur útaf.Vísir/ Hulda Margrét Það fór ekki betur en svo að Breiðablik komst í 2-0. Eftir góða pressu frá Blikum unnu þeir boltann. Gísli Eyjólfs setti boltann út til hægri á Viktor Karl sem sendi hann fyrir markið viðstöðulaust. Patrik Johannesen renndi sér á boltann og kom honum yfir línuna. Færeyingurinn kominn í gang, mark og stoðsending í fyrri hálfleik, sem veit á mjög gott fyrir Blika. Patrik Johannesen fagnar marki sínu í leiknum.Vísir/ Hulda Margrét Lítið sem ekkert marktækt gerðist fram að hálfleik. Áhorfendur þurftu þó að bíða aðeins eftir kaffinu því Erlendur Eiríksson dómari bætti við að minnsta kosti 8 mínútum. Hálfleikstölur 2-0 Blikum í vil. Víkingar mættu mun ákafari út í síðari hálfleik. Gáfu lítið eftir í návígum og ætluðu sér greinilega að gera eitthvað í þessum leik. Ekkert gerðist þó við mark Blika og ákvað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að gera fjórfalda skiptingu á 65. mínútu. Þá komu inná Nikolaj Hansen, Pablo Punyed, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson. Ekki amalegt það að geta sett þessa menn inná til þess að breyta gangi leiksins, sem svo gerðist. Nikolaj Hansen fékk gott færi stuttu eftir að hann kom inná þegar hann náði ekki að stýra fyrirgjöf frá Loga Tómassyni í netið. Víkingum tókst að auka þunga sinn í sókninni og uppskáru á 77. mínútu. Nikolaj Hansen sendir Anton Ara í vitlaust horn og skorar úr vítaspyrnunni.Vísir/ Hulda Margrét Þá fékk Danijel Djuric sendingu inn í teig og náði að vera á undan Antoni Ara, markverði Blika, í boltann áður en Anton sló hann í andlitið. Víkingar fá víti og nýr fyrirliði liðsins, Nikolaj Hansen, skoraði af öryggi. Allt leit út fyrir að við fengjum spennu síðasta korter leiksins en aðeins fjórum mínútum síðar fékk Breiðablik einnig vítaspyrnu. Oliver Ekroth fór þá heldur geyst í bakið á Patrik Johannesen og víti dæmt. Fyrirliði Blika, Höskuldur Gunnlaugsson, gat ekki verið minni maður en andstæðingur sinn og skoraði sömuleiðis af miklu öryggi. Höskuldur Gunnlaugsson skorar úr vítaspyrnu og kemur Breiðablik í 3-1.Vísir/ Hulda Margrét Víkingar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og tókst það að lokum á þriðju mínútu uppbótartíma. Þá sendi Logi Tómasson frábæra fyrirgjöf fyrir markið, beint á kollinn á Nikolaj Hansen sem stýrði boltanum í netið. Of lítið og of seint fyrir Víkinga, frábært mark engu að síður. Lokatölur 3-2 sigur Breiðabliks. Afhverju vann Breiðablik? Þeir voru yfir í öllum aðgerðum fyrsta klukkutímann í leiknum. Víkingar lentu í miklum vandræðum með háa ákefð í pressunni frá Blikum og voru klaufar að leita ekki fyrir aftan fyrstu pressuna. Blikar nýttu sín færi og uppskáru að lokum góðan sigur. Hverjir voru bestir? Patrik Johannesen er að smella vel inn í Blika liðið og var frábær í dag. Lagði upp fyrsta markið, skoraði annað og fékk svo vítið. Mér fannst Gísli Eyjólfsson einnig frábær í liði Blika í dag. Krafturinn sem hann hefur þegar hann rykkir af stað með boltann var að valda Víkingum vandræðum auk þess sem hann stýrir pressunni að mörgu leyti. Nikolaj Hansen er mikilvægasti og besti leikmaður Víkings og hann þarf að spila alla leiki í sumar ætli þeir sér einhverja hluti. Kom inná með smá dólgslæti og skorar þessu tvö mörk. Hvað gerist næst? Besta deildin hefst á annan í páskum, 10. apríl. Víkingar mæta Stjörnunni og Blikar fá HK í heimsókn. Arnar Gunnlaugsson: Stundum taparðu og stundum taparðu Arnar gunnlaugsson í leiknum í kvöld.Vísir/ Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var mjög ánægður með leikinn í kvöld þrátt fyrir tap. „Bara helsáttur. Stundum taparðu og stundum taparðu. Þetta var svona tapleikur sem ég get sætt mig mjög vel við. Auðvitað var bikar undir en þetta er ekki að fara að há okkur í deildinni eða neitt svoleiðis. Mér fannst við vera flottir, Blikar vera flottir og þetta var bara öflugur leikur tveggja öflugra liða. Ólíkir leikstílar og ég var mjög ánægður með leikinn“, sagði Arnar. Víkingar virtust að mörgu leyti vera undir í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Arnari fannst fyrri hálfleikurinn þó ekki eins slæmur og undirrituðum fannst hann. „Fyrri hálfleikur var alls ekkert alsslæmur. Við vorum að ná að leysa pressuna þeirra hvað eftir annað en það vantaði bara hvað svo eftir það, þessi þriðji fasi, við vorum ekkert beittir í fyrri hálfleik í að nýta þessi færi. Við erum að reyna glænýja hluti sem tekur langan tíma að þróa og fínpússa. Það var svona hluti í þessum leik sem gladdi mig. Hvernig við erum að þora að spila út úr pressunni með stuttum sendingum og leysa strax upp í hraðaupphlaupin. Vantaði svolítið næsta skref sem við þurfum að vinna í. Þegar þetta tekst þá er þetta gríðarlega öflugt. Svo vorum við ekki með nógu líkamlegt lið í fyrri hálfleik, ég vissi það svo sem. Það var gaman að geta gefið þessum strákum séns. Gísli Gotti stóð sig mjög vel, bara 18 ára gutti. Ég fann það líka þegar við vorum komnir með okkar sterkustu menn inná í seinni hálfleik þá vorum við helvíti öflugir,“ sagði Arnar. Víkingar mæta Stjörnunni í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á annan í páskum. Víkingur var í vandræðum með Stjörnuna í fyrra og svo kom upp leiðindamál á milli liðanna í vetur. Arnar býst við hörku leik og hlakkar til. „Þetta verður nákvæmlega eins og hérna áðan. Þetta verður bara stríð. Þeir munu taka vel á móti okkur og við vel á móti þeim. Þetta var ekki grófur leikur í dag en þetta var mjög harður leikur. Vonandi gefur það margt gott til kynna fyrir leikina í sumar,“ sagði Arnar að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti