Hönnuður borðspilsins Catan látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 16:36 Klaus Teuber með spilinu sem breytti borðspilaheiminum. EPA Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið. Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið.
Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira