Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 13:30 Einar Jónsson hefur verið í hlutverki sérfræðings í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, í umfjöllun um Olís-deild kvenna, en verður þjálfari í deildinni frá og með næstu leiktíð þegar hann tekur við Fram. Hann verður jafnframt áfram þjálfari karlaliðs Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira