Evrópumeistarar með yfirdrátt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 4. apríl 2023 11:01 „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar