U-beygja í leikmannamálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 KR virðist fara aðra leið í leikmannamálum en oft áður. Vísir/Hulda Margrét Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hóf Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi bikarmeistara Víkings, að sækja yngri leikmenn sem höfðu farið út í atvinnumennsku en ekki fundið taktinn og vildu koma heim aftur. Hafa Víkingar notið vægast sagt góðs af og hafa sumir af þessum leikmönnum farið aftur út í atvinnumennsku. Segja má að Breiðablik hafi farið sömu leið þó félagið hafi líka verið duglegt að sækja leikmenn úr öðrum liðum á Íslandi. Bæði þessi lið hafa verið gríðarlega sigursæl undanfarin tvö tímabil. Á sama tíma voru tvö stórlið á Reykjavíkursvæðinu að sækja eldri og reyndari leikmenn. Þeim hefur ekki gengið jafnvel á síðustu tveimur árum og virðast nú ætla að feta í sömu spor og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sagt það beint út að hann hefði ef til vill átt að vera duglegri í að endurnýja leikmannahóp sinn eftir að KR varð Íslandsmeistari sumarið 2019. Það þurfti að fylla ýmis skörð í KR-liðinu og hafa tveir reynslumiklir norskir leikmenn gengið í raðir félagsins fyrir komandi tímabil. Þá hafa KR-ingar sótt þrjá aðra leikmenn og reikna má með að sá fjórði sé á leiðinni. Segja má að þeir leikmenn falli í sama flokk og leikmennirnir sem Víkingar voru að sækja fyrir ekki svo löngu síðan. Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir KR á láni frá Venezia á Ítalíu. Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn aftur í raðir KR eftir stutta dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð og Luke Rae er kominn frá Gróttu. Þá vonast KR-ingar til að ganga frá samningi við Benóný Breka Andrésson en sá er í dag samningsbundinn Bologna á Ítalíu. Allt eru þetta leikmenn í kringum tvítugt og ættu að gefa KR yngra yfirbragð en liðið hefur haft undanfarin ár. Segja má að Valur sé einnig að fara sömu leið en þar sem gríðarlega breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins hafa reynslumeiri menn einnig verið sóttir. Það hafa hins vegar verið sóttir tveir leikmenn til Ítalíu, þeir Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna og Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta. Lúkas Logi Heimisson er svo kominn frá Fjölni. Valsmenn hafa vissulega einnig fengið til sín Adam Ægi Pálsson, Andra Rúnar Bjarnason, Elfar Frey Helgason og Kristinn Frey Sigurðsson. Að því sögðu þá eru ungmennin þrjú hér að ofan á skjön við þá leikmenn sem Valur hefur sankað að sér á undanförnum árum. Hvort leikmannastefna KR og Vals dugi þeim til að ögra tveimur af bestu liðum landsins á toppi Bestu deildarinnar verður að koma í ljós. Deildin fer af stað 10. apríl og ljóst er að spennan er mikil fyrir komandi tímabili.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira