Fullkomnunarárátta Viktor Örn Margeirsson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun