Femínistar eru sínar eigin konur Silja Björk Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2023 12:00 Reglulega gerist það hér á landi að ein ákveðin manneskja, yfirleitt kona og þolandi - er útvalin af samfélaginu sem opinber málpípa, forseti og framkvæmdarstýra íslenska femínismans. Kona þessi er iðulega sú sem hefur hvað hæst í samfélagsumræðunni og lætur á sér kveða sem femínisti, þolandi ofbeldis og misréttis. Konan verður þannig skotspónn feðraveldisins og andófsfólks jafnréttisbaráttunnar, sama hvort henni líkar það betur eða verr - enda þykir flestum auðveldara að persónugera það sem þeim mislíkar og vill fólk geta fellt falska skurðgoðið svo hægt sé að tilbiðja hinn réttmæta frelsara feðraveldiskúgunnar. Það er fásinna að útnefna þessa einu breysku, mennsku og ófullkomnu Konu sem réttargæsluvörð femínískrar hugsjónar. Femínismi, kynjabaráttan, kvennabaráttan, jafnréttisbaráttan eða hvað sem við kjósum að kalla hana, er ekki stjórnmálaflokkur sem við skráum okkur í eða sértrúarsöfnuður sem tælir okkur til sín með gylliboðum. Það er engin stefnuyfirlýsing, skipulögð reglugerð eða vikulegir fundir hjá Femínistum landsins. Femínismi er hugsjónabarátta, knúin áfram af kúguðum konum í meirihluta, kvárum og körlum, þolendum ofbeldis og öðrum minnihlutahópum sem leitast eftir því að rísa upp gegn ríkjandi hugmyndafræði feðraveldisins og ofbeldismenningu sem viðgengist hefur í árhundruðir í vestrænum heimi. Femínísk barátta verður til með samstöðu, samvinnu og fjölbreytileika. Baráttan þarf ekki andlit einnar ákveðinnar Konu, hvort sem hún situr vinstra megin á Alþingi, rífst í blöðunum og kommentakerfinu eða heldur úti vinsælu hlaðvarpi. Það er ekki kosin Forseti Femínismans á ársþingi íslenskra femínista. Það er ekkert landsþing. Það er engin samkomustaður þar sem við sitjum öll í hring og kyrjum möntrur til heiðurs útvöldu Konunni og lepjum upp tístin hennar eins og blásýrudjús á hitabeltiseyju. Við völdum ekki þessa Konu, feðraveldið gerði það og fjölmiðlar ýta undir það með því að láta Konuna svara fyrir hvert einasta málefni innan baráttunnar, senda hana í hvern einasta spjallþátt, útvarpsþátt eða blaðaviðtal sem mögulega hægt er og krefja hana svara um blæbrigði baráttunnar og sé svarið rangt að mati feðraveldisins, er femínisminn þar af leiðandi útdauður. En femínismi er ekki fótboltalið sem þarfnast fyrirliða, verkalýðsbarátta sem þarfnast leiðtoga, heldur flókin hugsjónabarátta sem hverfist um það að hópar hinna kúguðu berjist á móti kapítalísku feðraveldiskerfi og ofbeldismenningu sem heldur minnihlutahópum og réttindum þeirra í skefjum í þágu eigin hagsmuna. Feðraveldið stórgræðir nefnilega á því að leggja heilindi allrar femíniskrar baráttu á herðar einnar Konu. Konu sem á að vera fullkomin í alla staði, flekklaus og prúðbúin, heilsteypt birtingarmynd baráttunnar og verður að vera í toppformi alla daga. Hún má ekki hafa of hátt, hún má ekki hafa of lágt. Hún má ekki vera of kurteis en heldur ekki of dónaleg. Hún má ekki misstíga sig eða fara með fleipur í pontu. Hún má ekki hafa skrifað asnaleg komment á spjallþræði fyrir áratug, hún má ekki hafa nokkurntímann sagt ósatt eða verið leiðinleg, óþægileg eða óvægin. Hún verður að vera fullkomin samkvæmt gerræðislegum skilgreiningum feðraveldisins, annars er úti um femínismann eins og hann leggur sig. Öll baráttan er þannig sett á herðar Konu sem er jú, manneskja - breysk, fær um bresti og mistök. Það þýðir að þegar Konunni verður á í messunni, sem henni mun verða því hún er jú bara manneskja, er fullkomið tækifæri fyrir ríkjandi nauðgunar- og feðraveldismenningu að rísa upp á afturfótunum og segja „Sko! Við sögðum það, femínismi er kjaftæði og það er ekki hægt að taka mark á femínistum því Konan er sek um að vera ekki fullkomin!”. Það verður þar af leiðandi til þess að þó svo Konan hafi unnið gott, mikilvægt og jafnvel straumhverfandi starf í þágu femínískrar baráttu - er nú hægt að grafa undan því öllu og kasta femínískum ávinningunum frá sér, vegna þess að Konan, sem aldrei sótti um starf Forseta Femínismans til að byrja með, gerði mistök. Við höfum séð þetta gerast margoft í íslenskri menningu. Aðrir femínistar eiga oft erfitt með að vera opinberlega ósammála Konunni og aðferðarfræði hennar, því samfélagið upphefur Konuna á alltof háan stall um stund og gerir hana ósnertanlega. Skyndilega þýðir það að vera femínisti að þurfa alltaf að vera sammála Konunni í einu og öllu. Ef það gerist að femínistarnir eru ekki sammála Konunni eða gagnrýna hana á einhvern hátt, er það enn eitt tækifærið fyrir feðraveldið til þess að gera lítið út baráttunni sem heild. „Sko, sjáiði bara - þær eru ekki einu sinni sammála um þetta ákveðna málefni hérna, femínistarnir! Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þær eru að segja!”. Feðraveldið græðir alltaf mest á því að gagnrýnendur þess séu sundraðir og svo upptekin af innri baráttu að þau hafi ekki tíma til þess að berjast á móti ríkjandi feðraveldishugsuninni. Þannig hangir feðraveldið enn uppi, því það reiðir sig á sundrung og smávægileg rifrildi innan minnihlutahópanna sem sameinaðir væru annars stærri og megnugri en feðraveldið sjálft. Þetta höfum við einnig séð gerast margoft í sögunni og þetta heldur áfram að gerast. Þess vegna verðum við að hætta að stjörnugera og dýrka Konuna, upphefja hana ofar öllu og þykjast vera sammála öllu sem hún segir og gerir. Það er engum hollt að fylgja annarri manneskju í blindni og samfélaginu ekki hollt að ein Kona sé í forsvari fyrir jafn flókna, erfiða og oft sársaukafulla baráttu og jafnrétti kynjanna. Við verðum að gera fjölmiðla ábyrga fyrir því að fjalla um baráttuna með sem fjölbreyttustum hætti og þau okkar sem telja sig yfirlýsta femínista, þurfum að gagnrýna þessa tilhneygingu samfélagsins að útnefna eina háværa Konu sem forseta baráttunnar hverju sinni. Raddir okkar allra eiga að fá að heyrast, ekki bara þessarar einu Konu sem allt í einu varð hið útvalda andlit hugsjónarinnar. Femíníska baráttan er flókin, erfið og triggerandi. Það á engin ein kona það skilið að vera gerð ábyrg fyrir heilindum íslenska femínismans hverju sinni, enda er engin kona starfinu vaxin, því angar baráttunnar teygja sig í króka og kima sem ómögulegt er fyrir eina konu að þekkja til hlítar. Femínistar, eins og önnur, geta verið sammála um að vera ósammála. Femínistar eru líka bara fólk, þolendur, breyskar manneskjur með áfallasögu og öll gerumst við sek um eitraða hegðun. Það á að sjálfsögðu gera okkur ábyrg fyrir slíkri hegðun, mistökum og lögbrotum en það breytir því ekki að virkur og fjölbreyttur femínismi er eina leiðin úr kapítalískum klóm feðraveldisins, óháð því hvaða Kona er sett í forsvar fyrir barátunni af froðufellandi feðraveldi og kúgurum hverju sinni. Á þessum umbrotatímum í íslensku samfélagi, og heiminum öllum, eftir ótal frelsanir geirvarta og uppgjör á ofbeldi á opinberum vettvangi, er kjörið tækifæri fyrir íslenska femínista að láta á sér kveða og gera þannig kröfu til samfélagsins alls að láta af þessari skaðlegu hegðun að útnefna Forseta femínismans og gera hana ábyrga fyrir öllu - það er hvorki hollt fyrir Konuna, femíníska hugsjón né baráttuna sem heild. Höfundur er rithöfundur og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Reglulega gerist það hér á landi að ein ákveðin manneskja, yfirleitt kona og þolandi - er útvalin af samfélaginu sem opinber málpípa, forseti og framkvæmdarstýra íslenska femínismans. Kona þessi er iðulega sú sem hefur hvað hæst í samfélagsumræðunni og lætur á sér kveða sem femínisti, þolandi ofbeldis og misréttis. Konan verður þannig skotspónn feðraveldisins og andófsfólks jafnréttisbaráttunnar, sama hvort henni líkar það betur eða verr - enda þykir flestum auðveldara að persónugera það sem þeim mislíkar og vill fólk geta fellt falska skurðgoðið svo hægt sé að tilbiðja hinn réttmæta frelsara feðraveldiskúgunnar. Það er fásinna að útnefna þessa einu breysku, mennsku og ófullkomnu Konu sem réttargæsluvörð femínískrar hugsjónar. Femínismi, kynjabaráttan, kvennabaráttan, jafnréttisbaráttan eða hvað sem við kjósum að kalla hana, er ekki stjórnmálaflokkur sem við skráum okkur í eða sértrúarsöfnuður sem tælir okkur til sín með gylliboðum. Það er engin stefnuyfirlýsing, skipulögð reglugerð eða vikulegir fundir hjá Femínistum landsins. Femínismi er hugsjónabarátta, knúin áfram af kúguðum konum í meirihluta, kvárum og körlum, þolendum ofbeldis og öðrum minnihlutahópum sem leitast eftir því að rísa upp gegn ríkjandi hugmyndafræði feðraveldisins og ofbeldismenningu sem viðgengist hefur í árhundruðir í vestrænum heimi. Femínísk barátta verður til með samstöðu, samvinnu og fjölbreytileika. Baráttan þarf ekki andlit einnar ákveðinnar Konu, hvort sem hún situr vinstra megin á Alþingi, rífst í blöðunum og kommentakerfinu eða heldur úti vinsælu hlaðvarpi. Það er ekki kosin Forseti Femínismans á ársþingi íslenskra femínista. Það er ekkert landsþing. Það er engin samkomustaður þar sem við sitjum öll í hring og kyrjum möntrur til heiðurs útvöldu Konunni og lepjum upp tístin hennar eins og blásýrudjús á hitabeltiseyju. Við völdum ekki þessa Konu, feðraveldið gerði það og fjölmiðlar ýta undir það með því að láta Konuna svara fyrir hvert einasta málefni innan baráttunnar, senda hana í hvern einasta spjallþátt, útvarpsþátt eða blaðaviðtal sem mögulega hægt er og krefja hana svara um blæbrigði baráttunnar og sé svarið rangt að mati feðraveldisins, er femínisminn þar af leiðandi útdauður. En femínismi er ekki fótboltalið sem þarfnast fyrirliða, verkalýðsbarátta sem þarfnast leiðtoga, heldur flókin hugsjónabarátta sem hverfist um það að hópar hinna kúguðu berjist á móti kapítalísku feðraveldiskerfi og ofbeldismenningu sem heldur minnihlutahópum og réttindum þeirra í skefjum í þágu eigin hagsmuna. Feðraveldið stórgræðir nefnilega á því að leggja heilindi allrar femíniskrar baráttu á herðar einnar Konu. Konu sem á að vera fullkomin í alla staði, flekklaus og prúðbúin, heilsteypt birtingarmynd baráttunnar og verður að vera í toppformi alla daga. Hún má ekki hafa of hátt, hún má ekki hafa of lágt. Hún má ekki vera of kurteis en heldur ekki of dónaleg. Hún má ekki misstíga sig eða fara með fleipur í pontu. Hún má ekki hafa skrifað asnaleg komment á spjallþræði fyrir áratug, hún má ekki hafa nokkurntímann sagt ósatt eða verið leiðinleg, óþægileg eða óvægin. Hún verður að vera fullkomin samkvæmt gerræðislegum skilgreiningum feðraveldisins, annars er úti um femínismann eins og hann leggur sig. Öll baráttan er þannig sett á herðar Konu sem er jú, manneskja - breysk, fær um bresti og mistök. Það þýðir að þegar Konunni verður á í messunni, sem henni mun verða því hún er jú bara manneskja, er fullkomið tækifæri fyrir ríkjandi nauðgunar- og feðraveldismenningu að rísa upp á afturfótunum og segja „Sko! Við sögðum það, femínismi er kjaftæði og það er ekki hægt að taka mark á femínistum því Konan er sek um að vera ekki fullkomin!”. Það verður þar af leiðandi til þess að þó svo Konan hafi unnið gott, mikilvægt og jafnvel straumhverfandi starf í þágu femínískrar baráttu - er nú hægt að grafa undan því öllu og kasta femínískum ávinningunum frá sér, vegna þess að Konan, sem aldrei sótti um starf Forseta Femínismans til að byrja með, gerði mistök. Við höfum séð þetta gerast margoft í íslenskri menningu. Aðrir femínistar eiga oft erfitt með að vera opinberlega ósammála Konunni og aðferðarfræði hennar, því samfélagið upphefur Konuna á alltof háan stall um stund og gerir hana ósnertanlega. Skyndilega þýðir það að vera femínisti að þurfa alltaf að vera sammála Konunni í einu og öllu. Ef það gerist að femínistarnir eru ekki sammála Konunni eða gagnrýna hana á einhvern hátt, er það enn eitt tækifærið fyrir feðraveldið til þess að gera lítið út baráttunni sem heild. „Sko, sjáiði bara - þær eru ekki einu sinni sammála um þetta ákveðna málefni hérna, femínistarnir! Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þær eru að segja!”. Feðraveldið græðir alltaf mest á því að gagnrýnendur þess séu sundraðir og svo upptekin af innri baráttu að þau hafi ekki tíma til þess að berjast á móti ríkjandi feðraveldishugsuninni. Þannig hangir feðraveldið enn uppi, því það reiðir sig á sundrung og smávægileg rifrildi innan minnihlutahópanna sem sameinaðir væru annars stærri og megnugri en feðraveldið sjálft. Þetta höfum við einnig séð gerast margoft í sögunni og þetta heldur áfram að gerast. Þess vegna verðum við að hætta að stjörnugera og dýrka Konuna, upphefja hana ofar öllu og þykjast vera sammála öllu sem hún segir og gerir. Það er engum hollt að fylgja annarri manneskju í blindni og samfélaginu ekki hollt að ein Kona sé í forsvari fyrir jafn flókna, erfiða og oft sársaukafulla baráttu og jafnrétti kynjanna. Við verðum að gera fjölmiðla ábyrga fyrir því að fjalla um baráttuna með sem fjölbreyttustum hætti og þau okkar sem telja sig yfirlýsta femínista, þurfum að gagnrýna þessa tilhneygingu samfélagsins að útnefna eina háværa Konu sem forseta baráttunnar hverju sinni. Raddir okkar allra eiga að fá að heyrast, ekki bara þessarar einu Konu sem allt í einu varð hið útvalda andlit hugsjónarinnar. Femíníska baráttan er flókin, erfið og triggerandi. Það á engin ein kona það skilið að vera gerð ábyrg fyrir heilindum íslenska femínismans hverju sinni, enda er engin kona starfinu vaxin, því angar baráttunnar teygja sig í króka og kima sem ómögulegt er fyrir eina konu að þekkja til hlítar. Femínistar, eins og önnur, geta verið sammála um að vera ósammála. Femínistar eru líka bara fólk, þolendur, breyskar manneskjur með áfallasögu og öll gerumst við sek um eitraða hegðun. Það á að sjálfsögðu gera okkur ábyrg fyrir slíkri hegðun, mistökum og lögbrotum en það breytir því ekki að virkur og fjölbreyttur femínismi er eina leiðin úr kapítalískum klóm feðraveldisins, óháð því hvaða Kona er sett í forsvar fyrir barátunni af froðufellandi feðraveldi og kúgurum hverju sinni. Á þessum umbrotatímum í íslensku samfélagi, og heiminum öllum, eftir ótal frelsanir geirvarta og uppgjör á ofbeldi á opinberum vettvangi, er kjörið tækifæri fyrir íslenska femínista að láta á sér kveða og gera þannig kröfu til samfélagsins alls að láta af þessari skaðlegu hegðun að útnefna Forseta femínismans og gera hana ábyrga fyrir öllu - það er hvorki hollt fyrir Konuna, femíníska hugsjón né baráttuna sem heild. Höfundur er rithöfundur og femínisti.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun