Lífið

Þáttur Frí­kirkjunnar í Reykja­vík: Friður og fjöl­menning

Atli Ísleifsson skrifar
Í þættinum munu Hjörtur Magni Jóhannsson og Sigurvin Lárus Jónsson flytja hugleiðingar um fjölmenningu og frið.
Í þættinum munu Hjörtur Magni Jóhannsson og Sigurvin Lárus Jónsson flytja hugleiðingar um fjölmenningu og frið. Fríkirkjan í Reykjavík

„Friður og fjölmenning“ yfirskrift þáttar sem framleiddur er af Fríkirkjunni í Reykjavík og sýndur verður á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. 

Þátturinn hefst klukkan 19 og er gerður af Eggerti Gunnarssyni. Þar munu gestir frá ólíkum trúfélögum koma fram og biðja fyrir friði, auk þess sem Una Torfadóttir söngkona kemur fram ásamt tónlistarfólki Fríkirkjunnar.

„Fjölmenning er stóra verkefni 21. aldar og friður byggir á gagnkvæmri virðingu á milli menningarheima og trúarbragða. Við í Fríkirkjunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar í þá átt og það er erindi okkar í hugleiðingunum, frá ýmsum sjónarhornum,“ segir í tilkynningu um þáttinn.

Prestar kirkjunnar Hjörtur Magni Jóhannsson og Sigurvin Lárus Jónsson munu sömuleiðis flytja hugleiðingar um efnið en einnig koma fram:

  • María Solop – kona frá Úkraínu sem flúði heimili sitt fyrir ári síðan þegar átökin brutust út – hún biður bæn á Úkraínsku.
  • Muhammed Emin Kizilkaya – múslimi sem biður á íslensku og arabísku fyrir friði.
  • Shilpa Khatri Babbar – hindúi frá Indlandi sem er gestafyrirlesari við HÍ (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur) og biður á Hindí.
  • Hilmar Örn Hilmarsson – alsherjargoði Ásatrúarfélagsins.
  • Hjördís Kristinsdóttir – svæðisforingi, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík.

Hægt er að fylgjast með þættinum í spilaranum að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×