Golf – heilsunnar vegna Gísli Guðni Hall skrifar 3. apríl 2023 09:01 Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað almenningur og stjórnmálafólk er orðið meðvitaðra um mikilvægi lýðheilsu og hvað lýðheilsusjónarmið eru farin að ráða miklu um stefnumótun, t.d. hjá sveitarfélögum. Árið 2021 samþykkti Reykjavíkurborg lýðheilsustefnu, en kjarninn í þeirri stefnu er að fjölga æviárum þar sem íbúar búa við góða heilsu og vellíðan og að jöfnuður sé til heilsu og vellíðunar. Lýðheilsustefnan styður við markmið Græna Plansins svonefnda, þar sem meðal annars er talað um að styðja verði við hvers kyns hreyfingu og útivist samhliða uppbyggingu á grænum svæðum. Við í golfhreyfingunni vorum mjög ánægð með að sjá þessa áherslu hjá borginni, því hún rímar vel við okkar vinnu og stefnumótun. Mér finnst mikilvægt að hafa í huga að allt þar til á síðustu árum stundaði margt yngra fólk hinar margvíslegustu íþróttir af kappi, til kannski 15, 20 eða jafnvel 30 ára aldurs. Í nokkrum tilvikum jafnvel eitthvað örlítið lengur, en svo var algengt að við tæki langt tímabil þar sem íþróttaiðkun var lítil og jafnvel engin. Einhvern tíma löngu seinna hefur fólk fundið að það þyrfti hreyfingu og komist að því að golfið var sniðið fyrir það. Golfið sameinar svo margt. Ganga, holl útivera í grænni náttúrunni, félagslegt samneyti og vinskapur, andleg íhugun og einbeiting, keppni o.s.frv. Einstaklingurinn getur valið út frá hvaða forsendum hann spilar golf og hverja af þessum þáttum áherslan er lögð á. Ég held að stóra markmið okkar sem stýrum golfklúbbum landsins sé að stytta, eða losna alveg við þetta langa tímabil þar sem fólk er ekki að stunda íþróttir. Það á ekki að þurfa að taka áratugi að uppgötva íþróttina. Starfið hjá GR Hjá GR höfum erum við með margvíslegt starf í gangi til að mæta þörfum mismunandi einstaklinga. Þarfir fólks eru mismunandi og við reynum að uppfylla þær eins og við getum, t.d. með góðum golfvöllum, æfingaaðstöðu, félagsaðstöðu, yngri flokka þjálfun o.s.frv. Ef við hugum að eldri kylfingum, þá er þar áherslan hjá mörgum á útiveruna og félagsskapinn. Til að mæta þessu hittist hópur af eldri kylfingum alla morgna, spila kannski 9 holur og svo er það kaffi og spjall í skálanum á eftir. Við leggjum okkur fram um að hafa Thorsvöll opinn allt árið, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir þennan hóp. Yfir veturinn eru einnig púttmót inni og regluleg bingó, sem Kalli Jó okkar stjórnar harðri hendi. Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á aðstöðu sem mætir m.a. lýðheilsusjónarmiðunum. Yfir veturinn skiptir aðstaða til æfinga og félagsaðstaða miklu máli, auk þess veigamikla hlutverks sem Thorsvöllur gegnir samkvæmt áðursögðu. Thorsvöllurinn er einnig mikilvægur á sumrin, þar sem hann hentar eldri kylfingum, sem og börnum og byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þar er umferðin rólegri en á hinum völlunum og ekki sama áhersla á högglengd. Hinir vellirnir eru svo að sjálfsögðu í sínu lykilhlutverki á sumrin. Það er verkefni að stilla völlunum þannig upp að þeir séu nógu krefjandi fyrir betri spilara en jafnframt leikhæfir fyrir alla. Það gerum við m.a. með teigum í mismunandi lengd, þar sem aukin áhersla er á að kylfingar leiki af fremri teigum en í gamla daga. Gullteigar, þ.e. teigar mun framar en hefðbundnir fremstu teiga, eru meðal atriða sem þarna skipta máli, þannig að allir geti spilað völl í lengd sem hæfir hverjum og einum. Alveg á sama hátt og sá sem er tvítugur hleypur hraðar en sá sem er áttræður, þá slær sá tvítugi örugglega samsvarandi lengra. Það er mikilvægt verkefni í mínum huga að eldri kylfingar svekki sig ekki á golfíþróttinni af því að boltinn fer styttra hjá þeim en hann gerði fyrir einhverjum 10-20 eða 50 árum síðan. Það er bara eðlilegt, á ekki að hafa áhrif á ánægjuna og aukin áhersla á fremri teiga hjálpar líka. Korpúlfarnir Að lokum við ég nefna verkefnið Korpúlfar, sem við erum með í samstarfið við Reykjavíkurborg. Þetta er félagsskapur eldri borgara í Reykjavík sem koma til okkar á Korpúlfsstaði alla fimmtudagsmorgna milli 10-12 í púttkeppni og kaffi. Á veturna er púttið innanhúss á efri hæð Korpúlfstaðaskálans en úti á sumrin. Þau sem eru í þessum félagsskap þurfa ekki að vera klúbbmeðlimir í GR og við innheimtum ekkert gjald fyrir þátttökuna. Það er mikilvægt að huga að heilsunni. Að samfélagið hugi að lýðheilsunni og svo einstaklingurinn af sinni eigin heilsu. Golfklúbbar landsins eru mikilvæg auðlind í þessari vegferð og þar starfar fólk sem svo sannarlega stuðlar að bættri lýðheilsu í landinu, líkamlegri og andlegri. Ég vil hvetja þá lesendur sem ekki hafa slegið bolta, eða hafa kannski ekki gert það í langan tíma, að kíkja næsta golfvöll eða æfingasvæði – heilsunnar vegna! Höfundur er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Heilsa Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað almenningur og stjórnmálafólk er orðið meðvitaðra um mikilvægi lýðheilsu og hvað lýðheilsusjónarmið eru farin að ráða miklu um stefnumótun, t.d. hjá sveitarfélögum. Árið 2021 samþykkti Reykjavíkurborg lýðheilsustefnu, en kjarninn í þeirri stefnu er að fjölga æviárum þar sem íbúar búa við góða heilsu og vellíðan og að jöfnuður sé til heilsu og vellíðunar. Lýðheilsustefnan styður við markmið Græna Plansins svonefnda, þar sem meðal annars er talað um að styðja verði við hvers kyns hreyfingu og útivist samhliða uppbyggingu á grænum svæðum. Við í golfhreyfingunni vorum mjög ánægð með að sjá þessa áherslu hjá borginni, því hún rímar vel við okkar vinnu og stefnumótun. Mér finnst mikilvægt að hafa í huga að allt þar til á síðustu árum stundaði margt yngra fólk hinar margvíslegustu íþróttir af kappi, til kannski 15, 20 eða jafnvel 30 ára aldurs. Í nokkrum tilvikum jafnvel eitthvað örlítið lengur, en svo var algengt að við tæki langt tímabil þar sem íþróttaiðkun var lítil og jafnvel engin. Einhvern tíma löngu seinna hefur fólk fundið að það þyrfti hreyfingu og komist að því að golfið var sniðið fyrir það. Golfið sameinar svo margt. Ganga, holl útivera í grænni náttúrunni, félagslegt samneyti og vinskapur, andleg íhugun og einbeiting, keppni o.s.frv. Einstaklingurinn getur valið út frá hvaða forsendum hann spilar golf og hverja af þessum þáttum áherslan er lögð á. Ég held að stóra markmið okkar sem stýrum golfklúbbum landsins sé að stytta, eða losna alveg við þetta langa tímabil þar sem fólk er ekki að stunda íþróttir. Það á ekki að þurfa að taka áratugi að uppgötva íþróttina. Starfið hjá GR Hjá GR höfum erum við með margvíslegt starf í gangi til að mæta þörfum mismunandi einstaklinga. Þarfir fólks eru mismunandi og við reynum að uppfylla þær eins og við getum, t.d. með góðum golfvöllum, æfingaaðstöðu, félagsaðstöðu, yngri flokka þjálfun o.s.frv. Ef við hugum að eldri kylfingum, þá er þar áherslan hjá mörgum á útiveruna og félagsskapinn. Til að mæta þessu hittist hópur af eldri kylfingum alla morgna, spila kannski 9 holur og svo er það kaffi og spjall í skálanum á eftir. Við leggjum okkur fram um að hafa Thorsvöll opinn allt árið, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir þennan hóp. Yfir veturinn eru einnig púttmót inni og regluleg bingó, sem Kalli Jó okkar stjórnar harðri hendi. Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á aðstöðu sem mætir m.a. lýðheilsusjónarmiðunum. Yfir veturinn skiptir aðstaða til æfinga og félagsaðstaða miklu máli, auk þess veigamikla hlutverks sem Thorsvöllur gegnir samkvæmt áðursögðu. Thorsvöllurinn er einnig mikilvægur á sumrin, þar sem hann hentar eldri kylfingum, sem og börnum og byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þar er umferðin rólegri en á hinum völlunum og ekki sama áhersla á högglengd. Hinir vellirnir eru svo að sjálfsögðu í sínu lykilhlutverki á sumrin. Það er verkefni að stilla völlunum þannig upp að þeir séu nógu krefjandi fyrir betri spilara en jafnframt leikhæfir fyrir alla. Það gerum við m.a. með teigum í mismunandi lengd, þar sem aukin áhersla er á að kylfingar leiki af fremri teigum en í gamla daga. Gullteigar, þ.e. teigar mun framar en hefðbundnir fremstu teiga, eru meðal atriða sem þarna skipta máli, þannig að allir geti spilað völl í lengd sem hæfir hverjum og einum. Alveg á sama hátt og sá sem er tvítugur hleypur hraðar en sá sem er áttræður, þá slær sá tvítugi örugglega samsvarandi lengra. Það er mikilvægt verkefni í mínum huga að eldri kylfingar svekki sig ekki á golfíþróttinni af því að boltinn fer styttra hjá þeim en hann gerði fyrir einhverjum 10-20 eða 50 árum síðan. Það er bara eðlilegt, á ekki að hafa áhrif á ánægjuna og aukin áhersla á fremri teiga hjálpar líka. Korpúlfarnir Að lokum við ég nefna verkefnið Korpúlfar, sem við erum með í samstarfið við Reykjavíkurborg. Þetta er félagsskapur eldri borgara í Reykjavík sem koma til okkar á Korpúlfsstaði alla fimmtudagsmorgna milli 10-12 í púttkeppni og kaffi. Á veturna er púttið innanhúss á efri hæð Korpúlfstaðaskálans en úti á sumrin. Þau sem eru í þessum félagsskap þurfa ekki að vera klúbbmeðlimir í GR og við innheimtum ekkert gjald fyrir þátttökuna. Það er mikilvægt að huga að heilsunni. Að samfélagið hugi að lýðheilsunni og svo einstaklingurinn af sinni eigin heilsu. Golfklúbbar landsins eru mikilvæg auðlind í þessari vegferð og þar starfar fólk sem svo sannarlega stuðlar að bættri lýðheilsu í landinu, líkamlegri og andlegri. Ég vil hvetja þá lesendur sem ekki hafa slegið bolta, eða hafa kannski ekki gert það í langan tíma, að kíkja næsta golfvöll eða æfingasvæði – heilsunnar vegna! Höfundur er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun