Andblær orðanna Eva Hauksdóttir skrifar 3. apríl 2023 07:00 Fákur, klár og bykkja eru strangt tiltekið samheiti. Þessi orð vekja þó ólík hughrif og geta haft afgerandi áhrif á túlkun áheyrandans á frásögninni. Andblæ orðanna má nota til sannleiksförðunar sem jaðrar við lygi. Sannleikanum er þá ekki beinlínis afneitað eða leynt heldur eru veigrunarorð notuð til að lappa upp á hann. Nú eða þá að orðavalinu er ætlað að blása málið upp og fá lesandann til að súpa hveljur yfir smáatriðum. Dæmi um veigrun Stutt er síðan fréttamiðillinn Heimildin sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar frétta af því að nýráðinn blaðamaður Heimildarinnar, sem sérstaklega er ætlað að fjalla um ofbeldi og óréttlæti gegn konum, hefði skáldað upp starfsferil hjá virtum fyrirtækjum í fjármálageiranum. Um leið hafði hún logið upp reynslusögum af framkomu sem hún sagði hafa knúið sig til að helga sig réttindabaráttu kvenna. Í yfirlýsingu Heimildarinnar er lygin kölluð "missögn" sem blaðamaðurinn hafi "beðist velvirðingar á". Í mínum huga felur "missögn" í sér staðreyndavillu sem er tilkomin fyrir misskilning eða byggð á röngum upplýsingum og sett fram af gáleysi. Maður biðst "velvirðingar" þegar manni hafa orðið á smávægileg mistök. Orðalagið í yfirlýsingu Heimildarinnar hefði verið viðeigandi ef blaðamaðurinn hefði í hugsunarleysi farið rangt með föðurnafn ráðherra eða vísað til bókfræðings sem bókmenntafræðings. Dæmi um uppblástur Annað dæmi um sannleiksförðun í fyrrnefndri yfirlýsingu stefnir hinsvegar að því að blása upp léttvægt atvik í þeim tilgangi að drepa umræðunni á dreif. Þannig segir í yfirlýsingunni að lögfræðingur á vegum Frosta Logasonar hafi "lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð". Þarna er vísað til þess að í hlaðvarpsþætti blaðamannins missögla kom fyrrum kærasta Frosta fram hefndum vegna tíu ára gamalla misgjörða hans en Stundin vann frétt upp úr þeim þætti sem síðar var birt á Heimildinni. Staðhæfingunni um "kröfur" Frosta var svo fylgt eftir í viðtali mbl.is við ritstjóra Heimildarinnar en þar segir ritstjórinn að Frosti hafi "ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni". Orðið krafa hefur allt annan andblæ en orð eins og beiðni eða ósk og getur naumast talist samheiti. Sá sem setur fram kröfu telur sig eiga fortakslausan rétt á því að fá henni fullnægt, þar sem ósk felur aftur á móti í sér viðurkenningu á því að rétturinn sé ekki fyrir hendi eða a.m.k. ekki augljós. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðalagið "þess er vinsamlegast krafist". Á sama hátt væri undarlegt að fylgja ósk eftir með hótun um aðgerðir. Orðalagið "að beita sér gegn" gefur sömuleiðis til kynna að lögmanninum sé ekki einungis ætlað að gæta hagsmuna umbjóðandans, heldur fremur að leggja allan kraft í að klekkja á þeim sem kröfum er beint að. Lesandanum dettur helst í hug að dómsmál sé í uppsiglingu eða að til standi að krefjast lögbanns á fréttaflutning. Sannleikurinn um kröfur Frosta Nú vill svo til að undirrituð er lögfræðingurinn sem Frosti Logason á að hafa ráðið til að beita sér gegn Heimildinni og sem á að hafa sett fram kröfur fyrir hans hönd. Hinn farðalausi sannleikur er sá að Frosti (sem hefur vitaskuld fullan rétt til að leita lögmannsaðstoðar) hefur hvorki falið mér né nokkrum öðrum lögmanni neinskonar aðgerðir gegn Heimildinni að frátöldu því að reka á eftir svari við mjög svo meinlausu erindi. Fyrir nokkrum vikum spurði Frosti mig álits á því hvort hann ætti rétt á því að fá aðgang að textasamskiptum sem umfjöllun um misgjörðir hans gegn fyrrverandi kærustu var að hluta byggð á. Hann hefur fargað öllum ummerkjum um þessi samskipti sjálfur en telur að í umfjöllun Heimildarinnar hafi ýmislegt verið tekið úr samhengi. Þótt það réttlæti ekki hegðun hans á sínum tíma finnst honum líklegt að einhverjir myndu líta hann mildari augum ef þeir vissu söguna alla. Frosti hafði fyrst óskað eftir viðtali í Stundinni en verið synjað um það eftir að Stundin og Kjarninn sameinuðust og urðu að Heimildinni. Í kjölfar þess óskaði hann eftir því að Heimildin veitti honum aðgang að þessum gögnum en beiðnin var hundsuð. Fjölmiðlalög kveða ekki á um rétt þess sem um er fjallað til aðgangs að gögnum en þau leggja þó ekki bann við því að slík gögn séu afhent eða sýnd þeim sem á hagsmuna að gæta. Ég sendi því Heimildinni beiðni, fyrir hönd Frosta, um aðgang að gögnunum. Ekki kröfu heldur beiðni. Hér er bréfið aðgengilegt og meti nú hver fyrir sig hvort það kallar á hávær kvein af hálfu Heimildarinnar. Beiðninni var hafnað og fengust ekki aðrar skýringar á því en þær að það væri "vinnuregla" að afhenda ekki slík gögn. Engar frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar af hálfu Frosta. Ritstuldur verður þá hvað? Yfirlýsing Heimildarinnar í kjölfar afhjúpunar Frosta Logasonar á vinsælum en siðlausum blaðamanni er ágætt dæmi um tilraun til sannleiksförðunar. Markmiðið er annarsvegar að vekja lesandanum þá tilfinningu að lygi blaðamannsins sé langt frá því að vera alvarleg, það geti komið fyrir alla að ljúga upp starfsferli á opinberum vettvangi og tilgangurinn helgi meðalið. Blaðamaðurinn er jú femínisti sem berst fyrir því að konum sé trúað og ekkert að því að ljúga smávegis til að stuðla að því. Hinsvegar er markmiðið það að læða inn þeirri hugmynd að Frosti Logason ætli sér að gera Heimildinni óleik. Einhvern stærri óleik en þann að spyrja hvort ritstjórninni þyki ekkert að því að hafa ótrúverðugan blaðamann innanborðs. Það er reyndar með ólíkindum að ritstjórnarmeðlimir virts fjölmiðils skuli vera þvílíkar grenjuskjóður að líta á það sem einhverskonar ofsóknir gegn miðlinum. Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka. Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað. Hér er hægt að sjá nokkur dæmi. Þetta er ritstuldur samkvæmt akademískum viðmiðum. Og þessi ritstuldur er ekki tilkominn fyrir vankunnáttu um meðferð heimilda. Gerandinn reynir að hylja slóð sína, m.a. með því að geta fyrirmyndarinnar ekki í einu orði. Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fákur, klár og bykkja eru strangt tiltekið samheiti. Þessi orð vekja þó ólík hughrif og geta haft afgerandi áhrif á túlkun áheyrandans á frásögninni. Andblæ orðanna má nota til sannleiksförðunar sem jaðrar við lygi. Sannleikanum er þá ekki beinlínis afneitað eða leynt heldur eru veigrunarorð notuð til að lappa upp á hann. Nú eða þá að orðavalinu er ætlað að blása málið upp og fá lesandann til að súpa hveljur yfir smáatriðum. Dæmi um veigrun Stutt er síðan fréttamiðillinn Heimildin sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar frétta af því að nýráðinn blaðamaður Heimildarinnar, sem sérstaklega er ætlað að fjalla um ofbeldi og óréttlæti gegn konum, hefði skáldað upp starfsferil hjá virtum fyrirtækjum í fjármálageiranum. Um leið hafði hún logið upp reynslusögum af framkomu sem hún sagði hafa knúið sig til að helga sig réttindabaráttu kvenna. Í yfirlýsingu Heimildarinnar er lygin kölluð "missögn" sem blaðamaðurinn hafi "beðist velvirðingar á". Í mínum huga felur "missögn" í sér staðreyndavillu sem er tilkomin fyrir misskilning eða byggð á röngum upplýsingum og sett fram af gáleysi. Maður biðst "velvirðingar" þegar manni hafa orðið á smávægileg mistök. Orðalagið í yfirlýsingu Heimildarinnar hefði verið viðeigandi ef blaðamaðurinn hefði í hugsunarleysi farið rangt með föðurnafn ráðherra eða vísað til bókfræðings sem bókmenntafræðings. Dæmi um uppblástur Annað dæmi um sannleiksförðun í fyrrnefndri yfirlýsingu stefnir hinsvegar að því að blása upp léttvægt atvik í þeim tilgangi að drepa umræðunni á dreif. Þannig segir í yfirlýsingunni að lögfræðingur á vegum Frosta Logasonar hafi "lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð". Þarna er vísað til þess að í hlaðvarpsþætti blaðamannins missögla kom fyrrum kærasta Frosta fram hefndum vegna tíu ára gamalla misgjörða hans en Stundin vann frétt upp úr þeim þætti sem síðar var birt á Heimildinni. Staðhæfingunni um "kröfur" Frosta var svo fylgt eftir í viðtali mbl.is við ritstjóra Heimildarinnar en þar segir ritstjórinn að Frosti hafi "ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni". Orðið krafa hefur allt annan andblæ en orð eins og beiðni eða ósk og getur naumast talist samheiti. Sá sem setur fram kröfu telur sig eiga fortakslausan rétt á því að fá henni fullnægt, þar sem ósk felur aftur á móti í sér viðurkenningu á því að rétturinn sé ekki fyrir hendi eða a.m.k. ekki augljós. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðalagið "þess er vinsamlegast krafist". Á sama hátt væri undarlegt að fylgja ósk eftir með hótun um aðgerðir. Orðalagið "að beita sér gegn" gefur sömuleiðis til kynna að lögmanninum sé ekki einungis ætlað að gæta hagsmuna umbjóðandans, heldur fremur að leggja allan kraft í að klekkja á þeim sem kröfum er beint að. Lesandanum dettur helst í hug að dómsmál sé í uppsiglingu eða að til standi að krefjast lögbanns á fréttaflutning. Sannleikurinn um kröfur Frosta Nú vill svo til að undirrituð er lögfræðingurinn sem Frosti Logason á að hafa ráðið til að beita sér gegn Heimildinni og sem á að hafa sett fram kröfur fyrir hans hönd. Hinn farðalausi sannleikur er sá að Frosti (sem hefur vitaskuld fullan rétt til að leita lögmannsaðstoðar) hefur hvorki falið mér né nokkrum öðrum lögmanni neinskonar aðgerðir gegn Heimildinni að frátöldu því að reka á eftir svari við mjög svo meinlausu erindi. Fyrir nokkrum vikum spurði Frosti mig álits á því hvort hann ætti rétt á því að fá aðgang að textasamskiptum sem umfjöllun um misgjörðir hans gegn fyrrverandi kærustu var að hluta byggð á. Hann hefur fargað öllum ummerkjum um þessi samskipti sjálfur en telur að í umfjöllun Heimildarinnar hafi ýmislegt verið tekið úr samhengi. Þótt það réttlæti ekki hegðun hans á sínum tíma finnst honum líklegt að einhverjir myndu líta hann mildari augum ef þeir vissu söguna alla. Frosti hafði fyrst óskað eftir viðtali í Stundinni en verið synjað um það eftir að Stundin og Kjarninn sameinuðust og urðu að Heimildinni. Í kjölfar þess óskaði hann eftir því að Heimildin veitti honum aðgang að þessum gögnum en beiðnin var hundsuð. Fjölmiðlalög kveða ekki á um rétt þess sem um er fjallað til aðgangs að gögnum en þau leggja þó ekki bann við því að slík gögn séu afhent eða sýnd þeim sem á hagsmuna að gæta. Ég sendi því Heimildinni beiðni, fyrir hönd Frosta, um aðgang að gögnunum. Ekki kröfu heldur beiðni. Hér er bréfið aðgengilegt og meti nú hver fyrir sig hvort það kallar á hávær kvein af hálfu Heimildarinnar. Beiðninni var hafnað og fengust ekki aðrar skýringar á því en þær að það væri "vinnuregla" að afhenda ekki slík gögn. Engar frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar af hálfu Frosta. Ritstuldur verður þá hvað? Yfirlýsing Heimildarinnar í kjölfar afhjúpunar Frosta Logasonar á vinsælum en siðlausum blaðamanni er ágætt dæmi um tilraun til sannleiksförðunar. Markmiðið er annarsvegar að vekja lesandanum þá tilfinningu að lygi blaðamannsins sé langt frá því að vera alvarleg, það geti komið fyrir alla að ljúga upp starfsferli á opinberum vettvangi og tilgangurinn helgi meðalið. Blaðamaðurinn er jú femínisti sem berst fyrir því að konum sé trúað og ekkert að því að ljúga smávegis til að stuðla að því. Hinsvegar er markmiðið það að læða inn þeirri hugmynd að Frosti Logason ætli sér að gera Heimildinni óleik. Einhvern stærri óleik en þann að spyrja hvort ritstjórninni þyki ekkert að því að hafa ótrúverðugan blaðamann innanborðs. Það er reyndar með ólíkindum að ritstjórnarmeðlimir virts fjölmiðils skuli vera þvílíkar grenjuskjóður að líta á það sem einhverskonar ofsóknir gegn miðlinum. Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka. Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað. Hér er hægt að sjá nokkur dæmi. Þetta er ritstuldur samkvæmt akademískum viðmiðum. Og þessi ritstuldur er ekki tilkominn fyrir vankunnáttu um meðferð heimilda. Gerandinn reynir að hylja slóð sína, m.a. með því að geta fyrirmyndarinnar ekki í einu orði. Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar