Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2023 23:29 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu. Aðsend/Vilhelm Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma. Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma.
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira