Leikskólamál – eldri borgarar Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar 31. mars 2023 10:01 Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikskólar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun