Hlynur Bæringsson: Það verður enginn betri en ég 41 árs Jón Már Ferro skrifar 30. mars 2023 22:26 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Arnar Stjarnan vann KR í Frostaskjólinu í kvöld 100-118 í Subway-deild karla í körfubolta. Hlynur Bæringsson, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og spilaði 17 mínútur þegar Garðbæingar komust í úrslitakeppnina á kostnað Hattar sem tapaði á móti föllnu liði ÍR. „Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
„Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira