Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 13:31 Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson og stjörnuleikmaðurinn Aliyah Collier hnakkrifust í leikhléi Njarðvíkur á Hlíðarenda í gær. Stöð 2 Sport Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira