Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 15:05 Flestir hinna látnu voru frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. AP/Christian Chavez) Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón. Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón.
Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42