Innlent

Fjarðar­heiði lokuð og unnið að því að bjarga fólki af heiðinni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Unnið er að því að bjarga fólki af Fjarðarheiði.
Unnið er að því að bjarga fólki af Fjarðarheiði. Vísir/Sigurjón

Björgunarsveitir vinna nú að því að aðstoða fólk á Fjarðarheiði sem lagði á heiðina í morgun. Meðal þeirra sem eru í vandræðum eru farþegar sem áttu bókað með Norrænu, sem leggur úr höfn í hádeginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er lokað á Fjarðarheiði og ófært á Vatnsskarði eystra. Ekki verður hægt að opna í dag. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austurlandi og þæfingur í Berufirði.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að allt til morguns verði hvasst í Öræfum, einkum við Svínafell og Sandfell. Hviður þvert á veg, allt að 35 til 45 m/s.

„Á Fagradal og Fjaðarheiði er spáð vaxandi vindi með hríðarveðri, einkum eftir kl.18. Að mestu krapi á láglendi og hlánar á fjörðunum,“ segir Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×