Höllin í eldri kantinum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2023 23:01 Arnór Snær í baráttunni í Evrópudeildinni fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Sjá meira