„Sá alveg fullt af tækifærum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 12:31 Snorri Steinn hefur trú á sínum mönnum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01
„Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00
Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15