Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. mars 2023 12:31 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir íbúa á liðnum árum hafa unnið betur og meira úr áfallinu sem fylgdi snjóflóðinu fyrir tæplega fimm áratugum. Stöð 2/Einar Árnason Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn. Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03