Innlent

Glæsi­leg þjóð­garðsmið­stöð á Hellis­sandi opnuð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Húsið sem hýsir miðstöðina er 700 fermetrar að stærð.
Húsið sem hýsir miðstöðina er 700 fermetrar að stærð. Umhverfisstofnun

Ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var formlega opnuð á föstudaginn fyrir helgi. Miðstöðin er um sjö hundruð fermetrar að stærð og kostaði ríflega sex hundruð milljónir króna. 

Þjóðgarðsmiðstöðin er rekin á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Umhverfisstofnunar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti ávarp við opnunina á föstudaginn.

Miðstöðin var hönnuð af Arkís arkitektum og er húsinu skipt í þrennt. Til suðurs er Jökulhöfði, sem vísar í Snæfellsjökul sem trónir yfir húsinu, til norðurs er Fiskbeinið sem vísar til fengsælla fiskimiða á svæðinu og í gegnum húsið liggur svo Þjóðvegurinn, en hægt er að ganga þvert í gegnum húsið að innan sem utan.

Húsið er afar glæsilegt.Umhverfisstofnun

Hér má sjá hvernig bygging lítur út að ofanverðu.Umhverfisstofnun

Svona lítur byggingin út að innan.Umhverfisstofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×